..::Daglegt brauð::..
Alveg rosalega gott veður á okkur í dag og var sólin byrjuð að baka Dalvíkina þegar ég fór á fætur í morgun. Krakkarnir fóru fyrir átta og Guðný fór inneftir í skólann svo að ég sat einn í kotinu, byrjaði á því horfa á Ísland í bítið.
Eftir imbaglápið var komið að því að hringja í AfmælisBarnið og óska henni til hamingju með daginn “en hún MAMMA átti sko afmæli í dag:)”.
Fór svo í bílskúrinn og smurði keðjuna á hjólinu og brasaði eitthvað en hundleiddist, fór út í plan og rakaði grjóti þangað til nágranninn birtist :) dró þá fram garðstólana og settumst við í sólina og tókum púlsinn á deginum.
Tengdapabbi kom svo í kaffi og endaði svo á því að þvo bílinn í planinu hjá okkur, enda viðraði hvergi betur til stórþvotta en í planinu hjá okkur í morgun, hann ætlaði að þvo úti í Olís en þar var algjört skýfall svo að hann hrökklaðist undan veðri til okkar :).
Eftir matinn kom Svanur og fór ég með honum í smá ferðalag inn á Akureyri, hann var að vesenast með hurð úr Lappanum sem svo passaði ekki þegar allt kom til alls :(, en ekki eru allar ferðir til fjár og “shit happens!” eins og segja það á enskunni.
Burðaðist með eitt stykki sjónvarp í fanginu yfir til Brynju setti það upp tengdi og stillti, að vísu vantaði eitt millistykki svo að allt imbakerfið keyrði í einu en það ætti að reddast því að hún horfir varla á mörg tæki í einu :).
Var svo í sambandi við Hr Matthías skipstjóra og baðfíkil á dollunni , en karlanginn á í einhverju basli með nýja vörpunginn, hann hlýtur að finna út úr því enda finnst mér hann vera búin að fá nóg af brasi í bili.
Þá verður ekki fl í þættinum í kvöld.
Munið svo að vera þæg og góð áfram, farið svo með bænirnar ykkar áður en þið lognist út af í kvöld.......
Alveg rosalega gott veður á okkur í dag og var sólin byrjuð að baka Dalvíkina þegar ég fór á fætur í morgun. Krakkarnir fóru fyrir átta og Guðný fór inneftir í skólann svo að ég sat einn í kotinu, byrjaði á því horfa á Ísland í bítið.
Eftir imbaglápið var komið að því að hringja í AfmælisBarnið og óska henni til hamingju með daginn “en hún MAMMA átti sko afmæli í dag:)”.
Fór svo í bílskúrinn og smurði keðjuna á hjólinu og brasaði eitthvað en hundleiddist, fór út í plan og rakaði grjóti þangað til nágranninn birtist :) dró þá fram garðstólana og settumst við í sólina og tókum púlsinn á deginum.
Tengdapabbi kom svo í kaffi og endaði svo á því að þvo bílinn í planinu hjá okkur, enda viðraði hvergi betur til stórþvotta en í planinu hjá okkur í morgun, hann ætlaði að þvo úti í Olís en þar var algjört skýfall svo að hann hrökklaðist undan veðri til okkar :).
Eftir matinn kom Svanur og fór ég með honum í smá ferðalag inn á Akureyri, hann var að vesenast með hurð úr Lappanum sem svo passaði ekki þegar allt kom til alls :(, en ekki eru allar ferðir til fjár og “shit happens!” eins og segja það á enskunni.
Burðaðist með eitt stykki sjónvarp í fanginu yfir til Brynju setti það upp tengdi og stillti, að vísu vantaði eitt millistykki svo að allt imbakerfið keyrði í einu en það ætti að reddast því að hún horfir varla á mörg tæki í einu :).
Var svo í sambandi við Hr Matthías skipstjóra og baðfíkil á dollunni , en karlanginn á í einhverju basli með nýja vörpunginn, hann hlýtur að finna út úr því enda finnst mér hann vera búin að fá nóg af brasi í bili.
Þá verður ekki fl í þættinum í kvöld.
Munið svo að vera þæg og góð áfram, farið svo með bænirnar ykkar áður en þið lognist út af í kvöld.......
Ummæli