Færslur

Sýnir færslur frá ágúst 24, 2003
..::Heimsókn::.. Bongóblíða á okkur í dag og kæfandi hiti innanskips eins og undanfarnar vikur. Strákarnir á Eyborginni komu í heimsókn til okkar í dag og skiptumst við á einhverju sjónvarpsefni og lygasögum ;). Það er sama svækjan í vélinni á Eyborgu að sögn vélstjórans þar. 34-40°C og ekki verandi þar niðri ;). Eyborg er að fara af stað í land í kvöld og verður í Bay Roberts á mánudag. Veiðin er léleg þennan daginn eins og undanfarna daga “eyngull í reyf” heitir það víst á Færeysku ;). Það verður að taka vel á og mikið að breytast ef okkur á að takast að fylla holuna í þessum túr ;) en það er samt ekki tímabært að gefa upp vonina og við trúum því enn að það sé hægt að sarga það sem uppá vantar áður en yfir líkur ;). En hvað um það, það verður að taka þessa túra líka. Var í skeytasambandi við Sigga nágranna í dag en hann er á leið á Grænland á grálúðuveiðar og átti sólarhring eftir á miðin. Það er farið að verða lítið inni í brandarabankanum okkar og fer hann fljótlega á ha
..::Tregt::.. Það er illa tregt hjá okkur þennan daginn, ekkert virðist vera í boði nema eitursmátt rusl sem engin vill kaupa, eða fiska nema Norðmenn. En það er víst fátt annað til ráða en að bíta á jaxlinn og vona að þetta skáni, annars sé ég nú ekki hvernig framtíð rækjuveiða á Flæmska verður ef Norðmenn halda uppteknum hætti við smárækjuna, þetta eru svo hrikalega afkastamikil skip, þeir hafa verið að vippa upp 35-40tonnum af smárækju á dag þegar best lætur. Já það eru ansi margir rækjueinstaklingar í þessum tölum, sjálfsagt hefur þessi mikla sókn Norðmanna í smárækjuna slæm áhrif á framtíð þessara veiða hérna. Eftir því sem Gróa á leiti hermir þá láta Norðmenn sér ekki nægja það svæði sem opið er á hattinum. Heldur liggja þeir inni í hólfinu sem lokað er á þeim forsendum að vermda smárækjuna. En það þarf ekki að kvarta yfir veðrinu það er blíða upp á hvern dag og hitinn fullmikill, en það styttist óðfluga í að haustið láti til sín taka. Kokkurinn er alltaf orðið með rækj
..::Taka tvö::.. Ég var búin að skrifa þvílíka bjartsýnis bloggið áðan en fyrir einhverja meinloku þá lokaði ég því og gleymdi að vista “Puff” allt horfið. Það var ekki hægt annað en að brosa yfir þessu og þetta ætti að kenna manni þótt þetta sé ekki í fyrsta skipti sem þetta kemur fyrir ;). En það þíðir ekkert að væla yfir því og ekkert ráð annað en að byrja aftur ;). Það er suðaustangola sólarglenna og steikjandi hiti á okkur í dag, persónulega hefur mér fundist hitinn fullmikill þennan túrinn, sjávarhitinn 16-20°C og loftrakin mikill, þetta er eins og í gufubaði, sauna ala Flemmis ;). Aumingja vélaliðið mitt er alveg að bráðna, ég hef heyrt tölur frá 37°C og upp úr þegar heitast er í mótorhúsinu og verkstæðinu. Það er eitthvað að fjölga skipunum hérna hjá okkur á vestursvæðinu og er það aðallega Norsk skip, það er sjálfsagt eitthvað minna hjá þeim í hnerriduftinu í austurkantinum núna, þeir eru búnir að vera þar undanfarið og hefur ekki nægt þeim svæðið sem opið er því að sög
..::Vinir::.. Stundum heldur maður að maður eigi vini, svo kemst maður að því að þeir sem maður hélt að væru vinir mans snúast gegn manni og gera manni allt sem þeir geta til miska. Oftar en ekki eru þessir falsvinir að þessu til að upphefja sjálfan sig á kostnað þess sem í sakleysi sýnu hélt að hann ætti trúan vin. Já maður verður að fara varlega í heimi mannvonsku og illsku, stundum breytist lítill sætur selkópur í rottu sem nagar og bítur. Í mínu tilfelli hef ég fyrirhitt nokkra falsvini á lífsleiðinni og ekki riðið feitum hesti frá þeim vinskap. Það getur verið erfitt að þekkja þá úr hópi hinna raunverulega vina, samt er það nú einhvern vegin þannig að falsvinirnir eru ekki til staðar þegar eitthvað bjátar á eða maður þarf raunverulega á þeim að halda. Ég er ekki í skapi til að skrifa meira í dag. Bið Guð og hans englahirð að passa ykkur fyrir falsvinum og loddurum. <°((()>< Hörður ><()))°>
..::Truth::.. Sannleikurinn er ekki alltaf það sem fólk vil heyra því er ver og miður, sumir vilja frekar ljúga að sjálfum sér og öðrum og lifa svo í einhverjum blekkingum um að lífið og tilveruna. Heiðarleiki í samskiptum og viðskiptum virðist löngu horfin út í buskann og keppist hver um annan þveran að klífa upp metorðastigann eftir bakinu á náunganum. Í viðskiptum hika menn ekki við að drulla yfir náungann ef þeir hafa einhverja von um að hagnast á því og þá skiptir engu hvor það er vinur systkini eða náunginn í næsta húsi. En nóg um heiðarleika, í bókinni góðu segir að allir uppskeri eins og þeir séu búnir að sá!. Ég ansi hræddur um að sumir verði fúlir á uppskeruhátíðinni ,). Þar síðustu nótt dreymdi mig undarlegan draum, ég var á siglingu með einhverjum öðrum á gúmmíbát, þetta var einhverstaðar nálægt ís og hélt ég að ég hefði séð pínulítinn selkóp. Ég teygði mig eftir honum og greip aftan í hann, þá snéri hann sér við, ég sé í sama mund að þetta er ekki selkópur heldur ROT
..::Extra Small::.. Í morgun komum við til baka á hattinn aftur, það var bunandi straumur. Þessi veslingur sem við erum að göslast á átti öngva möguleika á að halda stefnu svo við hröktumst út á hyldýpi súrir og svekktir. Ekki dugði það okkur til að fá þó hið minnsta almennilega rækju sem yfirleitt heldur sig á dýpinu, nei magnið var svipað og hjá hinum sem voru grynnra en það taldi 40stk/kg hærra hjá okkur????? Já þetta er búið að vera svona hjá okkur undanfarið við virðumst alltaf fá mun smærri rækju en hin skipin og erum við algjörlega á gati yfir því, það meikan engan sens en svona er þetta bara,”Shit happens all the time on Erla”. Maður grætur í hljóði yfir þessu bulli og er alveg ráðalaus, það verður bara að grípa orðtiltæki á lofti sem Steinríkur flaggari notar við öll tækifæri “what can i do!”. Í gærkvöldi pillaði ég slatta af rækju og sullaði saman í rækjusalat. Georgíumaðurinn blóðheiti fylgdist grannt með og var yfir sig ánægður með framtak mitt ;). Í dag spreytti ha
..::Weakness::.. Lífið í dósinni gengur sinn vanagang og ekki þarf að kvarta yfir veiðinni þennan daginn ;). Það er búið að vera þoka á okkur í allan dag og var hún svo svört á tímabili að ég hélt að við þyrftum að keyra í rassgatið á Eyborginni til að sjá hana þegar við sóttum til þeirra þrjú karton af líkkistunöglum, en það gekk dillandi vel og voru þiggjendurnir ægilega glaðir yfir því að geta haldið áfram að drepa sig í rólegheitunum á þessum óþverra. Það sem hæst ber í dag af þeim sóttum er hrjá þessa dollu er að mér finnst hún vera farin að þreytast mikið og mæðist hún mjög ef á eftir henni er rekið, er nú svo komið að frekar dregur af henni ef of mikið er rekið á eftir henni, heldur en að hún bæti við sig. Hefur henni förlast mikið síðan í vor og er ég nú orðin áhyggjufullur um að hún verði fljótlega það þróttlítil og sjúk að hún hafi ekki þrek til þess að draga á eftir sér drusluna, en vonandi fær hún nú einhverjar pillur við þessari sýkingu og jafnar sig. Það hlýtur að ve