..::Vinir::..
Stundum heldur maður að maður eigi vini, svo kemst maður að því að þeir sem maður hélt að væru vinir mans snúast gegn manni og gera manni allt sem þeir geta til miska. Oftar en ekki eru þessir falsvinir að þessu til að upphefja sjálfan sig á kostnað þess sem í sakleysi sýnu hélt að hann ætti trúan vin.
Já maður verður að fara varlega í heimi mannvonsku og illsku, stundum breytist lítill sætur selkópur í rottu sem nagar og bítur.
Í mínu tilfelli hef ég fyrirhitt nokkra falsvini á lífsleiðinni og ekki riðið feitum hesti frá þeim vinskap. Það getur verið erfitt að þekkja þá úr hópi hinna raunverulega vina, samt er það nú einhvern vegin þannig að falsvinirnir eru ekki til staðar þegar eitthvað bjátar á eða maður þarf raunverulega á þeim að halda.

Ég er ekki í skapi til að skrifa meira í dag.

Bið Guð og hans englahirð að passa ykkur fyrir falsvinum og loddurum.
<°((()>< Hörður ><()))°>

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi