Færslur

Sýnir færslur frá apríl 6, 2003
Ekki verðum við Dollumenn ríkir eftir þennan daginn ;) en skemmst er frá því að segja að veiðin er frekar döpur, og ekki geta menn aukið verðmæti aflans með suðurækju því verðið á henni er svo lélegt að það er betra að taka iðnað en að sjóða. Ég get sjálfsagt ekki skorast undan því að nú þurfum við að bregða undir okkur betri fætinum setja upp hvíta stafinn og leita uppi rækjuna, ekki þíðir víst að bíða eftir því að hún finni okkur, það væri víst óráðsía........ Við félagarnir fengum email frá okkar fyrri vinnufélögum sem nú velkjast um hinu megin á jarðkringlunni, ekki ríða þeir feitum hesti frekar en við þessa dagana, það er víst lítil veiði á Kamtjaska og má það svæði muna sinn fífil fegurri hvað rækjuveiðar snertir. Það er gott að vera ekki á Kamtjaska í dag ;) í öllu bullinu og vitleysunni sem því fylgdi, nokkuð gott að maður slapp óskemmdur frá því, annars er kannski ekki mitt að dæma um hvort eitthvað hafi skemmst eða ekki ;). Hva er komin föstudagur aftur sagði vélstjórinn á
Ekki verðum við Dollumenn ríkir eftir þennan daginn ;) en skemmst er frá því að segja að veiðin er frekar döpur, og ekki geta menn aukið verðmæti aflans með suðurækju því verðið á henni er svo lélegt að það er betra að taka iðnað en að sjóða. Ég get sjálfsagt ekki skorast undan því að nú þurfum við að bregða undir okkur betri fætinum setja upp hvíta stafinn og leita uppi rækjuna, ekki þíðir víst að bíða eftir því að hún finni okkur, það væri víst óráðsía........ Við félagarnir fengum email frá okkar fyrri vinnufélögum sem nú velkjast um hinu megin á jarðkringlunni, ekki ríða þeir feitum hesti frekar en við þessa dagana, það er víst lítil veiði á Kamtjaska og má það svæði muna sinn fífil fegurri hvað rækjuveiðar snertir. Það er gott að vera ekki á Kamtjaska í dag ;) í öllu bullinu og vitleysunni sem því fylgdi, nokkuð gott að maður slapp óskemmdur frá því, annars er kannski ekki mitt að dæma um hvort eitthvað hafi skemmst eða ekki ;). Hva er komin föstudagur aftur sagði vélstjórinn á
Stundum hef ég velt því fyrir mér af hverju ég hafi ekki farið í vélskólann frekar en í stýrimanninn, það lá einhvern vegin betur fyrir mér að vera grúska í þessu véladóti ;) kolsvartur í olíu og skít. En síðustu vikur þá hef ég þakkað Guði að svo fór ekki, það er alveg ótrúlegt basl að vera vélstjóri á dollu eins og þessari og reina að halda þessu öllu gangandi, já það er enginn öfundsverður af því starfi, ég gæti trúað að hálfur mánuður hér um borð væri á við margra ára reynslu annarstaðar svo að það ættu að vera meðmæli að hafa verið á svona dollu. En allt siglir þetta nú í rétta átt hjá okkur og hafa verður í huga að Róm var ekki byggð á einni nóttu, þetta hefur mikið skánað þó að enn sé langt í land. Þegar ég skrapp niður eftir tei (aumingjavatni eins og sumir vilja kalla það) áðan þá var kokkurinn að bisast fram með kassettutæki, ég spurði hvort hann ætlaði að vera með diskótek?, eftir mikið handapat og útskýringar þá ruddi hann apparatinu af stað þá var engin tónlist á teipinu
Þá er komið að því að hripa niður einhverjar línur um ferðalagið á miðin. Það sem af er ferðar hefur sóst vel og hefur dollan rúllað 10.5–11.0sml/klst síðan við slepptum í Bay Roberts ef undan er skilin sá tími er fór í að verma mótorinn upp. Það hefur leikið við okkur veðrið og ég held að allir hafi sofið vel í nótt, nema þeir sem stóðu næturvaktina, vonandi hafa þeir ekki sofið ;). Ekki hefur verið neinn ís ennþá, aðeins einn strandaður borgarísjaki sem ég tilkynnti staðsetningu á til Kanadísku strandgæslunnar samviskusamlega. En mikið er gott að þessi innivera er fokin út í buskan og kemur aldrei aftur ;), það er eins og dollan vilji bara ekki fara út ef hún kemst í höfn, enda er hún ekki vön að þurfa að strita fyrir strokunum, og getað legið í landi biluð til að láta strjúka sér undanfarin ár, en núna verður að berja úr henni letina og vorkunnsemina og sýna henni hvar Davíð keypti ölið ;p, ef hún vill strokur þá verður hún að vinna fyrir þeim helvísk.................. Það eru
Jæja ætli það sé ekki komin tími til að sinna ykkur aðeins. Seinnipart á Laugardag var flestum verkum hjá vélsmiðjunni lokið, en af þó nokkrum verkum var enn að taka svo að vélstjórarnir okkar voru eins og útspýtt hundsskinn í viðgerðum í allan gærdag. Botnstykkið kom til Nufy í gærkvöldi en vegna ólokinna verka var ákveðið að bíða með að reina setja það við þangað til í dag. Kafararnir voru svo mættir kl 0800 í morgun og fóru beint í að kippa botnstykkinu undan, svo var reynt að draga kapalinn úr, en hann festist og þetta leit ekki vel út á tíma, munaði litlu að spottinn sem við notuðum til að draga í með væri nógu sterkur, maður krossaði alla útlimi og fór með tíu maríubænir á sekúndu og á endanum hafðist þetta allt saman ;). Ég prufaði svo að setja höfuðlínustykkið í sjóinn og ekki var annað að sjá en að þetta væri í lagi, maður verður svo að biðja Guð og lukkuna um að passa upp á að þetta botnstykki fari ekki í kássu eins og hitt. Þeim sýndist köfurunum á botninn undan botnsty