Ekki verðum við Dollumenn ríkir eftir þennan daginn ;) en skemmst er frá því að segja að veiðin er frekar döpur, og ekki geta menn aukið verðmæti aflans með suðurækju því verðið á henni er svo lélegt að það er betra að taka iðnað en að sjóða.
Ég get sjálfsagt ekki skorast undan því að nú þurfum við að bregða undir okkur betri fætinum setja upp hvíta stafinn og leita uppi rækjuna, ekki þíðir víst að bíða eftir því að hún finni okkur, það væri víst óráðsía........
Við félagarnir fengum email frá okkar fyrri vinnufélögum sem nú velkjast um hinu megin á jarðkringlunni, ekki ríða þeir feitum hesti frekar en við þessa dagana, það er víst lítil veiði á Kamtjaska og má það svæði muna sinn fífil fegurri hvað rækjuveiðar snertir. Það er gott að vera ekki á Kamtjaska í dag ;) í öllu bullinu og vitleysunni sem því fylgdi, nokkuð gott að maður slapp óskemmdur frá því, annars er kannski ekki mitt að dæma um hvort eitthvað hafi skemmst eða ekki ;).
Hva er komin föstudagur aftur sagði vélstjórinn áðan, djöfull líður tíminn! Jamm þetta spólast áfram og það eina sem aldrei stoppar er klukkan, hún mjakast áfram á sinni ferð hvað sem tautar og raular og við því fær enginn neitt gert.
Það er kannski eins gott að það er ekki hægt að krukka í tímanum, hver veit hverju Saddam Hussen og Bush gætu tekið upp á.
Það er þokkalegt veður á okkur í dag, norðan gola og “sólin hefur bakað niur” eins og Jan Hansen Færeyski vinur minn orðaði það, hvar skyldi hann nú vera niður komin?.
Ekki eru nú bærilegar kvöldfréttirnar á bleyðunni, 30-40% blanda af krilli með þessum fáu rækjukvikindum sem svamla hérna ojbjakk..........
Læt þetta nægja í dag.
Gangið á Guðsvegum.
<°((()>< Hörður ><()))°>

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi