Þá er komið að því að hripa niður einhverjar línur um ferðalagið á miðin.
Það sem af er ferðar hefur sóst vel og hefur dollan rúllað 10.5–11.0sml/klst síðan við slepptum í Bay Roberts ef undan er skilin sá tími er fór í að verma mótorinn upp.
Það hefur leikið við okkur veðrið og ég held að allir hafi sofið vel í nótt, nema þeir sem stóðu næturvaktina, vonandi hafa þeir ekki sofið ;).
Ekki hefur verið neinn ís ennþá, aðeins einn strandaður borgarísjaki sem ég tilkynnti staðsetningu á til Kanadísku strandgæslunnar samviskusamlega.
En mikið er gott að þessi innivera er fokin út í buskan og kemur aldrei aftur ;), það er eins og dollan vilji bara ekki fara út ef hún kemst í höfn, enda er hún ekki vön að þurfa að strita fyrir strokunum, og getað legið í landi biluð til að láta strjúka sér undanfarin ár, en núna verður að berja úr henni letina og vorkunnsemina og sýna henni hvar Davíð keypti ölið ;p, ef hún vill strokur þá verður hún að vinna fyrir þeim helvísk..................
Það eru skemmtilegar fréttirnar sem maður fær af hattinum, búin að vera mokveiði síðan við fórum í land ;) en við verðum að gleðjast fyrir hönd þeirra og vona að þessi góða veiði haldi áfram og við fáum eitthvað, vonandi fer dollan að ná sér af rækjuofnæminu ;) sem virðist vera búið að hrjá hana lengi.
En mikið er lífið í sjónum og Selavöður hafa margar sést frá því að við slepptum, Kanadamenn ættu að einbeita sér betur að því að nýta þá auðlind betur, því að þessi grey eru í beinni samkeppni við okkur um fiskinn í sjónum, en því miður eru ekki allir á sama máli og þegar kemur að þeirri umræðu.
Þegar ég pára þetta þá minnist ég þess þegar strákurinn sagði mér um árið, helvítis villimennirnir fyrir vestan ætu súrsaða SelsHreyfla, ég hélt nú reyndar að þetta héti Selshreifar en hafði ekki orð á því við drenginn enda sagan betri eins og hún kom af kúnni, það mætti kannski kenna Kanadamönnum að súrsa Hreyfla?
Á miðnætti ætlum við félagarnir svo að breyta klukkunni í fyrra horf og verðum þá komnir á gamla góða GMT eins og þið.
Læt þetta nægja í dag.
Bið Guð almáttugan að vaka yfir ykkur.
<°((()>< Hörður ><()))°>

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi