Jæja ætli það sé ekki komin tími til að sinna ykkur aðeins.
Seinnipart á Laugardag var flestum verkum hjá vélsmiðjunni lokið, en af þó nokkrum verkum var enn að taka svo að vélstjórarnir okkar voru eins og útspýtt hundsskinn í viðgerðum í allan gærdag.
Botnstykkið kom til Nufy í gærkvöldi en vegna ólokinna verka var ákveðið að bíða með að reina setja það við þangað til í dag.
Kafararnir voru svo mættir kl 0800 í morgun og fóru beint í að kippa botnstykkinu undan, svo var reynt að draga kapalinn úr, en hann festist og þetta leit ekki vel út á tíma, munaði litlu að spottinn sem við notuðum til að draga í með væri nógu sterkur, maður krossaði alla útlimi og fór með tíu maríubænir á sekúndu og á endanum hafðist þetta allt saman ;).
Ég prufaði svo að setja höfuðlínustykkið í sjóinn og ekki var annað að sjá en að þetta væri í lagi, maður verður svo að biðja Guð og lukkuna um að passa upp á að þetta botnstykki fari ekki í kássu eins og hitt.
Þeim sýndist köfurunum á botninn undan botnstykkishúsinu hefði verið farin fyrir einhverjum tíma, svo að það var ekkert sem varði ís eða annað til að komast inn í húsið og valda usla, ekki var hægt að gera neitt í því núna en vonandi verðir enginn ís að hrella okkur á útleiðinni, er ekki að koma sumar? Að vísu er ekki sumarlegt hérna núna, snjór yfir öllu og kuldalegt.
Núna er Jón á fullu að díla við eitthvað útleiðslumál sem að vonandi leysist í dag ;), allavega er brottför seinnipartinn enn á prógramminu hjá okkur.
Þetta er það helsta sem á daga okkar hefur drifið síðan á laugardag.
Vonum að englar Guðs flögri yfir ykkur.
<°((()>< Hörður ><()))°>
Seinnipart á Laugardag var flestum verkum hjá vélsmiðjunni lokið, en af þó nokkrum verkum var enn að taka svo að vélstjórarnir okkar voru eins og útspýtt hundsskinn í viðgerðum í allan gærdag.
Botnstykkið kom til Nufy í gærkvöldi en vegna ólokinna verka var ákveðið að bíða með að reina setja það við þangað til í dag.
Kafararnir voru svo mættir kl 0800 í morgun og fóru beint í að kippa botnstykkinu undan, svo var reynt að draga kapalinn úr, en hann festist og þetta leit ekki vel út á tíma, munaði litlu að spottinn sem við notuðum til að draga í með væri nógu sterkur, maður krossaði alla útlimi og fór með tíu maríubænir á sekúndu og á endanum hafðist þetta allt saman ;).
Ég prufaði svo að setja höfuðlínustykkið í sjóinn og ekki var annað að sjá en að þetta væri í lagi, maður verður svo að biðja Guð og lukkuna um að passa upp á að þetta botnstykki fari ekki í kássu eins og hitt.
Þeim sýndist köfurunum á botninn undan botnstykkishúsinu hefði verið farin fyrir einhverjum tíma, svo að það var ekkert sem varði ís eða annað til að komast inn í húsið og valda usla, ekki var hægt að gera neitt í því núna en vonandi verðir enginn ís að hrella okkur á útleiðinni, er ekki að koma sumar? Að vísu er ekki sumarlegt hérna núna, snjór yfir öllu og kuldalegt.
Núna er Jón á fullu að díla við eitthvað útleiðslumál sem að vonandi leysist í dag ;), allavega er brottför seinnipartinn enn á prógramminu hjá okkur.
Þetta er það helsta sem á daga okkar hefur drifið síðan á laugardag.
Vonum að englar Guðs flögri yfir ykkur.
<°((()>< Hörður ><()))°>
Ummæli