..::Ekkert::..
Tjah það er nú bara ekkert að segja annað en að hér gengur lífið sinn vanagang :).

En ég ætla að leifa ykkur að njóta brandara sem ég heyrði fyrir nokkrum kvöldum og fannst bara ansi góður:

Þrír sjómenn sátu saman í borðsalnum og ræddu málinn.
Jói segir: Ég var að kaupa nýjan Opel handa konunni 2.5milj og 8sek í hundraðið!
Óli gat ekki verið minni og segir, ég var að kaupa nýlegan Porche handa minni konu, 5millur og 6sek í hundraðið!
Nú var átti bara Jörundur eftir að tjá sig, Jói og Óli horfðu hróðugir á Jörund og hugsuðu að hann gæti ekki toppað þetta enda hafði hann aldrei átt bót fyrir rassgatið á sér eða sínum.
Jörundur segir þá í rólegheitunum, ja strákar þetta er ekki neitt! Það sem ég keypti handa minni spúsu í landi síðast er rétt tæpa sek í hundraðið!.
Þeir félagar horfa opinminntir á félaga sinn, og segja svo í einum kór “Þetta getur ekki verið rétt.” Jú segir Jörundur þetta er dagsatt!!.
Og hvernig bíll er þetta og hvað kostaði hann? segja þeir í hæðnistón.
Bíll? Þetta er BAÐVIGT og hún kostaði 1200kr í bónus :):).........................................


Og eitt að lokum, er ekki einhver sem veit um gamla skellinöðru sem liggur ónotuð og bíður eftir nýjum eiganda, hún þarf helst að vera gangfær, eitthvað sem við feðgarnir gætum dundað við að koma í stand í bílskúrnum. Mér sýnist að fjárhagurinn leifi mest 40.000kr í þetta verkefni en það sakaði ekki ef hægt væri að fá hana fyrir minna verð.
Það myndi gleðja okkur ómælt ef þú gætir útvegað okkur eitthvað til að byrja á.
Endilega athugaðu í skúrinn eða geymsluna...........

Fleira var það ekki í bili :)

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi