..::Slabb::..
Það er búið að vera skítaveður á Dalvík í dag og varla hundi út sigandi fyrir slabbi og krapadrulli :(, meira að segja munaði engu að ég næði að festa bílinn í þessu þegar ég var að skutla Einari á körfuboltaæfingu í dag, en það var nú líka kannski meira mér að kenna því að ég var komin aðeins út úr slóðinni, maður verður nú að sjá hvað maður kemst á sumardekkjunum :).
Auðvitað viðraði ekki viðraði í hurðaruppsetninguna svo að það bíður betri tíma, en vonandi verður glerið til á mánudag.

Guðný var ekki í skólanum í dag svo að við vorum að stússast í morgun, skiptum á rúmunum og fl.
Við hefðum kannski betur sleppt þessum rúmfataskiptum því að það entist ekki lengi, litli frændi Guðnýjar fór til tannlæknis í morgun og kom svo í heimsókn til okkar á eftir. Eitthvað leið litla grislingnum illa þegar deyfingin var að fara úr, við settum mynd í DVD spilarann og leifðum honum að horfa á inni í rúminu okkar, þetta endaði með því að krílið sofnaði. En því miður þá lak aðeins úr krílinu í rúmið svo það mátti rífa allt af mín megin :(, já slysin gera ekki boð á undan sér ;).

Ég fór og borgaði flutninginn á hurðinni hjá flytjanda og þótti mér það bara vel sloppið, það kostaði 1540kr að flytja hurðina frá Akureyri til Dalvíkur og hún var afgreidd alla leið inn í kjallara, já oft hefur maður þurft að borga meira fyrir minna.
Það verður fróðlegt að fylgjast með Ameríska Idolinu í kvöld, ég bara trúi því ekki fyrr en ég þarf að taka á því að sá rauðhærði spýtustrákurinn komist áfram, ekki hef ég nú mikið vit á söng eða framkomu en djeesus þessi drengur getur hvorki sungið né komið fram. En það er þjóðin sem kýs og sjálfsagt eru einhverjir sem vorkenna greyinu svo mikið að þeir gefa honum atkvæði sitt.
Ætli þetta verði ekki að duga ykkur í bili.
Bið og vona að englar Guðs vaki yfir ykkur………………….

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi