..::Ferskar snuddufréttir ;)::..
Ekki fórum við vestur í dag, heldur gerðum við enn eina atlögu að Eyjafirðinum með döprum árangri, eftir þrjú búmm ákváðum við að hætta þann daginn og fara vestur um kvöldið.
Ég notaði tækifærið og kíkti á mótorinn í hjólinu, ég þurfti að kippa kúplings hlífinni af til að komast að meininu, það kom strax í ljós að stopparinn fyrir startsveifina lá í botninum á mótornum og orsökin var tveir brotnir boltar, ekki stórt mál með þessa bolta eða stopparann, en það er þokkalega rifrildið að komast í þetta og það þarf að spaðrífa mótorinn til að komast að þessu, ég lokaði mótornum aftur og setti málið í salt.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi