..::Dakhla Road::..
Dallurinn fullur og við enn og aftur komnir inn á Dakhla road til löndunar, komum hingað um miðjan dag í dag í skítaveðri. Eitthvað fer þetta nú rólega af stað, og ég gat ekki annað séð en að Kristján væri orðin frekar pirraður á því hvernig þetta væri allt.

Ég er aftur á móti löngu hættur að gera mér einhverjar væntingar um að þetta löndunarbull geti einhvertímann gengið upp eins og við myndum vilja, maður les þetta orðið nokkuð strax í mooringunni , í dag tók 40mín að taka á móti tveim endum frá okkur, fraktjaxlarnir náðu að glutra endunum tvisvar í sjóinn og fannst mér á þessum fyrstu kynnum að þetta yrði eitthvað sögulegt, svo er bara að sjá hvað verður.

Við erum tveir að riðlast á þessum fraktara, Heineste er á hinni síðunni og mér skildist á Páli í dag að fraktdósin hafi verið full ágeng í nótt, hún bæði beit og kyssti , það þarf greinilega tvo til að hemja hana þessa.

Annars eru flestir sem ég hef heyrt í í dag í hálfgerðu losti yfir því hvernig fjármálakrísan er að fara með heimsbyggðina, menn vita eiginlega ekki sitt rjúkandi ráð og ég held bara að engin hafi hugmynd um hvar eða hvernig þetta endar.

Í gærkvöldi fékk ég sendan á mailinu ágætis brandara og læt hann fljóta með hérna:


Davíð Oddsson og Geir Haarde sitja saman í flugvél. Þegar Davíð segir skyndilega.-Ef ég myndi henda þúsund krónum út um gluggann, þá myndi ég gera eina persónu glaða.-Geir svarar og segir. Ef ég myndi henda 10-þúsund út um gluggann, þá myndi ég gera 10 persónur glaða í dag.-Flugstjórinn hlustar eftir þeirra tali og segir til þeirra. Ef ég myndi henda ykkur báðum út úr flugvélinni, þá myndi ég gleðja heila þjóð!!!!


Annars held ég nú að þeir séu á villigötum sem halda að það sé hægt að draga einn eða tvo einstaklinga til ábyrgðar í því hvernig komið er fyrir okkur Íslendingum í fjármálaheiminum.

Það eru góðar fréttir að Rússarnir séu tilbúnir að styðja okkur í þessum hremmingum, aftur á móti er ég ekki hrifin af því ef Norðmenn komast með fingurna í Íslenska bankakerfið, gyðingar norðursins hafa aldrei gefið neinum neitt sama hvar þeir hafa verið.

Læt þetta nægja í dag.
Gangið á Guðsvegum.....................

Ummæli

Ásdís sagði…
Flott ef Rússarnir "eignast" okkur, þá verður bara Vodka út á morgunmatinn okkar og loðhúfur með þjóðbúningnum hahaha ekki slæmt?

kv úr Garðabænum

Vinsælar færslur af þessu bloggi