..::Nú held ég að það sé að koma::..
Jæja best að drulla einhverju á blað, en það hefur ekki gerst mikið hjá mér, setti upp nokkrar jólaseríur í gær og enn fleiri í dag. Svo núna er kofinn hægt og sígandi að breytast í glitrandi piparkökuhús hehe.

Annars gerðust þau undur og stórmerki í gær að það var hringt í mig og mér boðið stýrimannspláss, þetta er einhver Grálúðunetabátur frá Rvík sem ætlar að taka þátt í að útríma Grálúðustofninum við Ísland, ég gat náttúrulega ekki sagt nei enda atvinnulaus, svo að það verður látið vaða á þetta með trukki og dýfu.
Ég geri ráð fyrir að fljúga suður á morgun og fara á sjó fyrir helgi, svo verður bara að sjá hvernig þetta kemur út.
Þessi djúpsynti gráslepjulegi flatfiskur verður bara kældur þarna um borð í þessum bát , öðru nafni ísaður.
Ég vona að þetta verði aðeins léttara heldur en barningurinn á Tjaldinum þar sem allt var fryst “í höndunum” og burðast með allan aflann í höndunum fram og aftur um vinnsludekkið áður en hann komst í lestina.

En svona er þetta SemSagt! Að fara aftur á sjóinn oboy oboy....aldrei friður.

Og Einar Már yfirgaf ástkæra foreldra sína og systur í morgun, en hann var að fara í fimm daga skólabúðir á Reykjum í Hrútafirði.
Ég væri alveg til í að vera aftur orðin tólf og vera að fara í svona skólabúðir.
Ég fór að vísu í sumarbúðir þjóðkirkjunnar á Eiðum einhvertímann í fortíðinni, minnið segir að það hafi verið gaman og ég var ekki ódælli en svo að ég fékk að vera allan tímann án þess að vera sendur heim hehe. Já já þið megið alveg furða ykkur á því en svona var þetta bara þótt ótrúlegt sé.

Jæja ætli ég láti þetta ekki gott heita í bili.

Bið þann sem öllu ræður og stjórnar að vaka yfir ykkur, bið hann líka að senda ykkur auka skammt af þolinmæði kærleika og hlýju, hverjum veitir ekki af því?

PS: Í Guðana bænum farið varlega í að Láta það vaða!, ég frétti nefnilega af einum sem missti tvo fingur og annað eyrað í svoleiðis fikti, please be careful..................

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi