..::Brostnar vonir::..
Ekki eru allar ferðir til fjár, en að því komst ég hressilega í gær þegar ég mætti til skips í þennan bát sem ég ætlaði að ráða mig á. Greinilegt er að við mannfólkið lítum stundum ekki umhverfið sömu augum, það sem einhverjum sýnist fagurt og ómótstæðilegt er í augum annarra ljótt og fráhrindandi.
En svona er lífið og til Guðslukku erum við ekki öll steypt í sama mótinu.
Eftir stutt stopp í þessum svokallaða bát fór ég með skipstjóranum í mat, fiskibollur á Múlakaffi í boði útgerðarinnar, en eftir matinn afþakkaði ég plássið og bað hann að keyra mig upp á flugvöll. Þannig fór nú sjóferð sú.
Ég tók myndavélina með suður en einhverra hluta þá var ég svo kjaftstopp að ég tók enga mynd í bátnum, kannski er bara best að eiga engar myndir hehe.

Þegar ég var mættur á flugvöllinn var síðasta vél norður að fara í loftið og ég of seinn, ég hringdi í litlu systur sem sótti mig upp á völl, og gisti ég hjá henni Gunna og litla frænda í nótt, alltaf gott að koma í Stangarholtið.

Í morgun skutluðu Haddó og Haukur mér út á völl og ég flaug norður. Hjördís náði í mig á völlinn og brunuðum við beina leið heim.

Jamm og jæ það gengur ekki alltaf allt eins og óskir manna standa til en við því er ekkert að gera, maður bítur bara á jaxlinn og reynir að læra af mistökunum hehe.

Bið Guð og gæfuna að fylgja ykkur um vandrataðan skerjagarða lífsins, það er auðvelt að sigla í strand og maður verður að hafa öll skilningarvitin þanin til hins ýtrasta svo maður sleppi óskaddaður í gegn.

PS: Nýjar myndir af litla frænda.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi