..::Ninna er orðin kettlingaamma!::..
Tjah ég held barasta að ég hafi komist í gegn um daginn skammastikalaust, annars hefur þeim nú fækkað skammastrika dögunum í seinni tíð þó þetta sé ekki alveg horfið.
Einhvernvegin læðist að mér sá grunur að ef skammarstrikunum hefði verið safnað saman og dreift svo “eitt á dag” þá ætti ég enn inni skammt fyrir nokkur ár í viðbót, og gott ef maður yrði ekki að verða nokkur hundruð ára, þ.e.a.s ef það ætti að þynna skammastrikapakkann út í “eitt á dag” en nóg um það núna, ég var nefnilega að hugsa um að skreppa austur og þar eru ættingjar mínir duglegir að minna mig á fyrrnefnd afrek, afrek sem ég er yfirleitt fyrir löngu búin að gleyma hehehe.
Já dagurinn leið sem sagt í ró og spekt, ég eyddi drjúgum tíma morgunsins fyrir framan tölvuna, svo keyrði ég gítarinn til Einars í skólann, en ég þurfti að ná í gítarinn og magnarann til Ninnu þar sem stífar hljómsveitaræfingar eru stundaðar í kjallaranum.
Hjá Ninnu hafði fjölgað og voru komnir pínulitlir sætir kettlingar, alveg agaleg krútt. Og kettlingamóðirin malaði eins og sláttuvél þegar maður skoðaði grislingana.
Seinnipartinn skruppum við skötuhjú í heimsókn út í Ólafsfjörð, þar sem minn fyrrverandi skipstjóri og hans frú voru sótt heim. Ég var búin að gleyma því hvað var alltaf gaman hjá okkur Tobba, og það komu upp í hugann nokkur skammarstrik sem ég framkvæmdi alveg ÓVART þegar við vorum saman á Hvannaberginu.
Við stoppuðum hjá þeim hjónum fram yfir kvöldmat, en báðir ungarnir okkar voru búnir að hringja banhungraðir áður en við loksins dröttuðumst af stað heim á leið.
Í kvöld löbbuðum við svo einn hring í bænum, en það var alveg á mörkunum að það væri fært, svona á ónegldu. Það hefur aldrei góðri lukku að stýra þegar það snjóar ofan á svell.
Við höfðum okkur samt hringinn og án þess að fara á hausinn. Ég hafði tekið myndavélina með og kíktum við á grislingamóðurina á heimleiðinni. Í millitíðinni frá því að ég kom fyrr í dag hafði komið í ljós einn grislingur í viðbót, já þeir eru víst þrír en ekki tveir eins og áður var haldið. Ég smellti mynd af einu krílinu en þeir eru agnarsmáir.
Já ætli þetta verði ekki að duga ykkur þennan daginn.
Köttur úti í mýri, setti upp á sig stýri, út er ævintýri.....................
Tjah ég held barasta að ég hafi komist í gegn um daginn skammastikalaust, annars hefur þeim nú fækkað skammastrika dögunum í seinni tíð þó þetta sé ekki alveg horfið.
Einhvernvegin læðist að mér sá grunur að ef skammarstrikunum hefði verið safnað saman og dreift svo “eitt á dag” þá ætti ég enn inni skammt fyrir nokkur ár í viðbót, og gott ef maður yrði ekki að verða nokkur hundruð ára, þ.e.a.s ef það ætti að þynna skammastrikapakkann út í “eitt á dag” en nóg um það núna, ég var nefnilega að hugsa um að skreppa austur og þar eru ættingjar mínir duglegir að minna mig á fyrrnefnd afrek, afrek sem ég er yfirleitt fyrir löngu búin að gleyma hehehe.
Já dagurinn leið sem sagt í ró og spekt, ég eyddi drjúgum tíma morgunsins fyrir framan tölvuna, svo keyrði ég gítarinn til Einars í skólann, en ég þurfti að ná í gítarinn og magnarann til Ninnu þar sem stífar hljómsveitaræfingar eru stundaðar í kjallaranum.
Hjá Ninnu hafði fjölgað og voru komnir pínulitlir sætir kettlingar, alveg agaleg krútt. Og kettlingamóðirin malaði eins og sláttuvél þegar maður skoðaði grislingana.
Seinnipartinn skruppum við skötuhjú í heimsókn út í Ólafsfjörð, þar sem minn fyrrverandi skipstjóri og hans frú voru sótt heim. Ég var búin að gleyma því hvað var alltaf gaman hjá okkur Tobba, og það komu upp í hugann nokkur skammarstrik sem ég framkvæmdi alveg ÓVART þegar við vorum saman á Hvannaberginu.
Við stoppuðum hjá þeim hjónum fram yfir kvöldmat, en báðir ungarnir okkar voru búnir að hringja banhungraðir áður en við loksins dröttuðumst af stað heim á leið.
Í kvöld löbbuðum við svo einn hring í bænum, en það var alveg á mörkunum að það væri fært, svona á ónegldu. Það hefur aldrei góðri lukku að stýra þegar það snjóar ofan á svell.
Við höfðum okkur samt hringinn og án þess að fara á hausinn. Ég hafði tekið myndavélina með og kíktum við á grislingamóðurina á heimleiðinni. Í millitíðinni frá því að ég kom fyrr í dag hafði komið í ljós einn grislingur í viðbót, já þeir eru víst þrír en ekki tveir eins og áður var haldið. Ég smellti mynd af einu krílinu en þeir eru agnarsmáir.
Já ætli þetta verði ekki að duga ykkur þennan daginn.
Köttur úti í mýri, setti upp á sig stýri, út er ævintýri.....................
Ummæli