..::Vöruskipti::..
Það hefur verið blíðuveður hérna hjá okkur síðan við komum úr löndun, kærkomin blíða eftir helv... bræluna sem var dagana fyrir löndun og i lönduninni.

Þegar lognið hlær þá er lag að skjótast á milli skipa og skiptast á nauðsynjavörum, dagurinn í dag var einn af þessum dögum þar sem tuðrurnar voru notaðar í vöruskipti, fyrst mætti Gulli á Betunni og sótti trollsónar sem við vorum með handa þeim.
Í leiðinni náðum við að skipta á tveimur ostakúlum og 8stk af AA batteríum, Gulli reið sæll og glaður heim á leið með ostakúlurnar og trollsónarinn á meðan Reynir frændi hans smælaði allan hringinn yfir batteríunum.

Svo var það tuðran á Geysi sem kom og sótti pakka sem hér var í geimslu, Ingi vélstjóri ákvað að sigla stórbaug báðar leiðir og var ekki annað að sjá en þar væri sigldur heimshornamaður við stjórnvölinn.
Auðvitað fylgdi þessari ferð smá bisness, í skiptum fyrir tímarofa fengu þeir eitt kíló af þurrkattarmat og tvær ostakúlur.
Kattarmatnum á að reyna að koma ofan í Júlíus skipsgrislinginn á Geysi, það hefur verið einhver lumbra í Júlíusi verslingnum.
Töldu sérfróðir menn í dýradoktorsfræðum að fæðið sem greyið hefur verið að éta gæti haft þar einhver áhrif á heilsuna, það var samdóma álit þriggja dýralækna úr jafn mörgum löndum. En þegar svona háalvarleg veikindi koma upp þá er ekki þorandi annað en að fá álit úr nokkrum löndum, svona til að vera viss ;).
Annars held ég að ræfilinn sé bara ringlaður, fyrst þegar hann kom til þeirra Geysismanna var hann réttur og sléttur Júlíus, svo komust þeir félagar að því að hann væri Júlía og þannig var það í nokkrar vikur, nú er svo greyið litla aftur orðin Júlíus.
Það er kannski ekki furða þótt litla greyið sé eitthvað furðulegur ;), kannski þarf hann bara áfallahjálp.

Vírus frændi Júlí.... er aftur á móti við ágætis heilsu þessa dagana og lætur fátt koma sér úr jafnvægi, hann ýtir við okkur á matmálstímum svo við gleimum honum ekki.
Hann er duglegur að borða og það nýjasta á matseðlinum er hrátt kjöt en það þykir honum afspyrnu gott, eftir góða kjötmáltíð sem innbyrt er á ca 3mínútum getur hann legið eins og skotinn grís í 3-4klst, svo finnst honum ólífur voðalega góðar, grænar finnst honum bestar en svartar eru líka í lagi, flottur matseðilinn hjá félaganum ;).

Setti nokkrar myndir inn “hérna”

Thats all folks.........................

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Ég var að spá í hvað hefði orðið um "stellið" í honum Vírusi?? kannski spurning um falskar í næsta túr hahaha

kveðja úr Dýraríki Dísu í Garðabænum.

Vinsælar færslur af þessu bloggi