..::Sjaldnast launar kálfur ofeldið::..

Lítil dæmisaga:
Ung dama sem ég þekki sótti um fjögurra klst frí hjá fyrirtæki sem hún vinnur hjá, hún þurfti að fá að hætta fyrr á föstudegi. Til að vera við öllu búin þá bað hún um þetta með löngum fyrirvara.
Það var ekki til í dæminu að þetta væri hægt að hliðra til með þetta, hún fékk ekki þetta fjögurra klukkustunda frí.
Djöfull fer í rassgatið á mér þegar stjórnendur fyrirtækja veruleikafyrrast svona í eigin loftköstulum.
Ég sé nú ekki alveg skynsemina í þessu háttalagi því á endanum sitja þessir sömu stjórnendur uppi starfsfólkslausir, þá er orðið of seint að hugsa um hvað hefði betur mátt fara í stjórn.
Þessi tiltekna dama hefur oft og iðurlega reddað þessum stjórnanda með því að vinna frameftir mætt á laugardögum o.s.f.v, en þegar dæmið snýst við og það kemur að því að liðka til fyrir henni þá situr allt fast.
Sem betur fer eru þó enn til fyrirtæki af gamla skólanum þar sem mannlegi þátturinn hefur vinninginn, en þeim fer fækkandi því miður.

Frá vesturstönd Afríku er ekki mikið að frétta annað en að veðrið er gott og um borð hafa það allir ágætt........

Bið svo Guð og gæfuna að vaka yfir ykkur..... Munið eftir góða skapinu og verið sanngjörn, þið gætuð lent hinu megin við borðið og þurft á sanngirni að halda, þá er gott að eiga inni ;).

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi