..::Rescue 911::..
Það var ekki amalegt að komast af stað aftur og ég get ekki annað sagt en að öll áhöfnin hafi ljómað. Kisi kom um borð í gær og var hýstur í skipstjóraklefanum í gær og fyrstu nóttina honum þótti alls ekki slæmt að fá að kúra uppí hjá mér í nótt og varð ég ekki neitt var við hann fyrr en klukkan fimm í morgun þegar félaginn fór fram úr.
Í morgun ákváðum við svo að byrja að venja kappann við og taka hann upp í brú en það verður hans heimavöllur í framtíðinni, það gekk ágætlega til að byrja með og ekki annað að sjá en hann kynni vel við sig í settinu en hann var samt smeykur við öll þessi framandi hljóð, svo fékk hann sér göngutúr sem varð í styttra lagi því hann fann eitthvað kaplagat og hvarf inn í innréttinguna.
Við sáum í hann með því að lýsa þarna inn og vorum að spá í að sjá til hvort hann kæmi aftur út, en eftir hádegismatinn ákváðum við að opna inn í innréttinguna með því að fjarlægja tvær skúffur og freista þess að ná kauða, Reynir skreið svo inn en fann Kisa hvergi til að byrja með, en loks fann hann greyið þar sem hann hafði troðið sér niður á milli og var komin í sjálfheldu, Reynir náði í rófuna á honum og hélt honum meðan ég fór að reyna að finna eitthvað til að ná greyinu úr prísundinni, til að byrja með var reynt með herðatré sem gekk ekki, þá náði ég í prik sem dugði til að loka fyrir að hann kæmist lengra inn í svartholið.
Reynir var orðin frekar desperant svo að ég skreið inn til hjálpar, þetta var svona eins og Rescue 911 gengi að störfum, við vorum sem sagt komnir báðir inn í púltið og frekar örvæntingarfullir á að við næðum greyinu út, þetta leit alls ekki vel út og við vorum hræddir um að kisi myndi meiða sig í þessum björgunaraðgerðum.
En til allrar lukku náði Reynir í hnakkadrambið á honum og þá var eftirleikurinn auðveldur, hann virðist vera ósköp blíður og góður því hann hvorki hvæsti né reyndi að bíta eða klóra á meðan björgun stóð yfir.
Eftir giftusamlega björgun var svo troðið í gatið og Reynir róaði greyið niður, seinna í dag kúrði hann svo hjá mér í sófanum og sofnaði, hann er allur að koma til sefur orðið í sófanum, hann fékk sér að borða og drekka áðan og fór svo aftur í sófann.

En nú er vandamálið hvað hann á að heita, skipið er skírt erfir einhverri stjörnu og eru fleiri skip hjá fyrirtækinu skírð eftir stjörnum svo okkur datt í hug að skíra kisa líka eftir stjörnu “Plúto”. Já við vitum að þetta er stundum notað á hunda en af hverju ekki á kött? Þetta er allavega tillaga en við erum opnir fyrir öllu :).

Annars held ég að allir hafi það ágætt í skipinu núna bæði dýr og menn, við stefnum að því að verða í Nouadhibou sjö í fyrramálið en þar verðum við að taka blámennina okkar um borð og sinna öðrum málum, vonandi gengur það fljótt fyrir sig svo að við getum byrjað að veiða aftur .).

Myndir dagsins eru af Reyni í björgunarleiðangrinum og svo ein af Plúto,
já myndaveisla í dag .).

Þá verður þetta ekki lengra í dag.
Vona að það færist yfir ykkur öll ró og friður, haldið áfram að brosa, það kostar ekki neitt en er mannbætandi.....................

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Já hann er bara strax byrjaður að lífga tilveruna hjá ykkur,ég veit ekki um nafnið,mannstu eftir Nebúkadnesar á Selátrum? það er nú kannski fullstórt nafn fyrir kisa.En seint á maður að fá að sjá mynd,það kom engin mynd af kisa,kannski sést hann ekki á mynd og er bara til í huga ykkar Reynis?? En vonandi venst hann fljótt látunum hjá ykkur,ég meina sko kisa.
Nafnlaus sagði…
Jú núna sé ég kisa,bara myndarköttur.
Nafnlaus sagði…
Já það er búin að vera svolítil umræða um nafnið og ég held að hann verði kallaður VÍRUS það hentar ágætlega því það er sagt eins á Rússnensku og Íslensku og svo þíðir það það sama á báðum tungumálm :)
Nafnlaus sagði…
já Vírus fær mitt atkvæði.

Vinsælar færslur af þessu bloggi