..::Vetur á Kanarí::..
Sunnudagur til sælu, ekki varð ég nú var við þá miklu sælu sem fylgir þessu spakmæli, hérna var skítaveður í allan dag, rok og rigning.
Það var frekar rólegt í skipinu í dag, flestir voru í fríi en vélagengið var samt á fullu ásamt hóp af spanjólum, bilaði rafalinn fór upp og sá nýi mætti á bryggjuna og fór hann niður á neðra millidekk áður en kvöldaði, á morgun heldur hann vonandi áfram niður í vél ;).
Matti vinur minn Skipper á Sjólanum kíkti aðeins á mig og fórum við aðeins í fartölvuna hans og betrumbættum hana aðeins, nú ætti hún að vera klár í heimsreisu ;).
Kvöldinu eyddum við svo um borð, lágum í settinu og horfðum á vini, hvern þáttinn á fætur öðrum þangað til komin var tími á að koja sig aðeins.
Mynd dagsins er tekin þegar sá bilaði var komin upp á bíl og sá nýi beið eftir flugferðinni um borð, eins og sjá má þá stytti upp seinnipartinn svona rétt á meðan þetta verk gekk yfir en svo byrjaði að rigna aftur.
Þá verður þetta ekki lengra í dag, þetta var frekar þunnt og lélegt en kannski má segja að þetta hafi verið í samræmi við allt annað :).
Megi Guð og gæfan fylgja ykkur hvar og hvenær sem þið þurfið á huggun að halda........
Sunnudagur til sælu, ekki varð ég nú var við þá miklu sælu sem fylgir þessu spakmæli, hérna var skítaveður í allan dag, rok og rigning.
Það var frekar rólegt í skipinu í dag, flestir voru í fríi en vélagengið var samt á fullu ásamt hóp af spanjólum, bilaði rafalinn fór upp og sá nýi mætti á bryggjuna og fór hann niður á neðra millidekk áður en kvöldaði, á morgun heldur hann vonandi áfram niður í vél ;).
Matti vinur minn Skipper á Sjólanum kíkti aðeins á mig og fórum við aðeins í fartölvuna hans og betrumbættum hana aðeins, nú ætti hún að vera klár í heimsreisu ;).
Kvöldinu eyddum við svo um borð, lágum í settinu og horfðum á vini, hvern þáttinn á fætur öðrum þangað til komin var tími á að koja sig aðeins.
Mynd dagsins er tekin þegar sá bilaði var komin upp á bíl og sá nýi beið eftir flugferðinni um borð, eins og sjá má þá stytti upp seinnipartinn svona rétt á meðan þetta verk gekk yfir en svo byrjaði að rigna aftur.
Þá verður þetta ekki lengra í dag, þetta var frekar þunnt og lélegt en kannski má segja að þetta hafi verið í samræmi við allt annað :).
Megi Guð og gæfan fylgja ykkur hvar og hvenær sem þið þurfið á huggun að halda........
Ummæli
En mín reynsla er sú að það sé mun þægilegra að vera með kött í skipi en hund. Kettirnir eru yfirleitt hávaðaminnmi og minna um að þeir ráðist á fólk. Hvað geldinguna varðar þá kannski skiptir það ekki miklu máli þar sem að greiið kemur ekki til með að hafa neitt til að riðlast á, en samkvæmt því sem kunnáttufólk vill meina þá hafa geldingarnir ekki þessa merkingaráráttu sem allt ætlar að kæfa í hlandlykt og svo eru þeir rólegri :).