..::Þoka::..
Skítakaldi í nótt og fram undir hádegi í dag en þá fór þetta að lagast, skipin eru dreifð út um allan hatt. Flestir eru hættir að draga á nóttunni svo að sá tími er oftar en ekki nýttur til að færa sig til og freista gæfunnar á nýjum stað daginn eftir.

Ég var að glugga í gamlar heimildir sem ég átti þar sem ég hafði skráð skipafjölda á hattinum, í maí 1998 voru hérna 37skip að hjakka með 56troll og mörg þessara skipa voru lítil aflaus og með lítil aum veiðarfæri, í maí 2004 eru hér 17skip með 28troll og fæst þessara trolla eru undir 4000möskvum að ummáli, það eru bara þrjú skip eftir af þessum litlu afllausu en þau voru níu 1998.

Núna seinnipartinn er komið þokkalegasta veður og útlit fyrir ágætisveður á morgun :), hvað vilja menn hafa það betra?.

Fleira verður það ekki í dag.
Gangið á Guðsvegum............................

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi