Dagurinn í dag byrjaði ekki fyrr en kl níu hjá mér en þá draslaðist ég um borð og byrjaði að brasa, ég ákvað að fara í að færa tækjadótið í brúnni til að fá smá pláss fyrir nýja radarinn og autotroll skjáinn. En í þá aðgerð þurfti ég borvél, hana fann ég í drasli niður á verkstæði verulega illa á sig komna og þurfti hún aðeins á aðhlynningu minni að halda. En það er ótrúlegt hvað má gera með töng skrúfjárni og teipi, og þegar ég var búin að tengja lífæðina inn í græjuna setja kló á lausa endann og troða honum í innstungu þá malaði apperatið eins og köttur yfir fullum matardalli og mér ekkert að vanbúnaði að spæna göt á allt sem fyrir varð.
Svo fór ég í að rífa allt ruslið niður og færa það, þessu fylgdu ótal kaplar og snúrur sem fyrst þurfti að aftengja, þessa spaghetti súpu varð ég að rekja í brúarkjallaranum og koma í hin og þessi göt á tækjunum aftur. En allt vill lagið hafa og eftir ca 60ferðir inn og út úr kjallaranum þá var allt komið upp og VIRKAÐI ;).
Nýja MaxSea tölvan kom ekki í dag svo að uppsetning (eða ætti ég frekar að segja niðursetning hennar) verður að bíða fram á mánudag.
Kiddi frændi kom í kaffi og skoðaði skútuna í dag, hann sagðist verða klár í fyrsta túr með okkur svo að það er engin bognun á þeim bænum ;) enda maðurinn óvenju vel ættaður !!!!..............
Eftir nýjustu fréttum þá á víst að byrja að setja niður vinnslulínuna á mánudagsmorgun og er stefnan sett á brottför seinnipart næstu viku, svo verður tíminn að skera úr hvort það tekst, en að mínu viti er það fræðilegt ef þokkalega verður haldið á spöðunum.
Ég ætla að drífa mig norður um helgina og ná í kjúklingana sem ég gleymdi ;) ég hef ekki enn fengið nákvæmar tímasetningar á fluginu norður né suður svo að það er allt í lausu lofti enn þá, geri samt ráð fyrir að fara annað kvöld norður og til baka á sunnudagskvöld.
Læt þetta duga í dag.
<°((Hörður))><

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi