Það kyngdi niður snjó í alla nótt en veðrið var til friðs svo að þetta lá eins og teppi yfir öllu og engin ófærð í morgun. Ég skutlaði genginu í vinnu og skóla og laumaðist svo aðeins upp í rúm (zzzzz) og kúrði til hálfellefu þá fór ég að taka mig til fyrir suðurferðina.
Sótti Guðnýu í vinnuna og Einar í skólann svo fórum við inneftir um hálfþrjú kom við hjá Hemma og skilaði honum disknum sem ég braut fyrir rúmu ári (betra er seint en aldrei).
Hilmar og Einar komu með, þeir voru agalega lukkulegir með bogana sem ég bjó til úr gömlum loftlistum fyrir þá í gærkvöldi þeir virka víst eins og alvöru að þeirra sögn, ég vona bara að þeir skaði engan með þessum vopnum ;).
Auðvitað mundi ég það þegar ég var komin í loftið að ég hafði gleymt kjúklingunum heima sem ég ætlaði að færa Hönnu Dóru og Gunna en þetta flokkast líklega undir Alsheimer light , er það ekki fullsnemmt ?
Ég lenti svo í Reykjavík kl hálffjögur og mundi eftir að fara út úr vélinni ;). Viðar sótti mig á völlinn, fórum svo um borð og þar var Jón á fullu í einhverju vélastússi en það hafði eitthvað lítið gerst á millidekkinu og þar þarf eittvað að fara að gerast ef skipið á að sigla í næstu viku.
Ég var svo að snöfla um borð til rúmlega sjö en þá drattaðist ég heim til skjólstæðinga minna.
Ég ekki frá því að Svali frændi hafi verið ánægður með að sjá mig en það gæti verið tómt bull.
Læt þetta gott heita í dag.
><((Hörður)°>

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi