Þá er maður sestur í skriftapontuna eina ferðina enn :).
Það ætlaði ekki af mér að ganga í gærkvöldi en flugið sem ég átti pantað kl 19:40 fór í loftið kl 21:45 svo að ég var ekki komin út á Dalvík fyrr en rúmlega ellefu arrg, en svona er þetta meðan engin samkeppi er þá virðast flugfelag.is komast upp með það sem þeim sýnist, “ VÐ BIÐJUM FARÞEGANNA AFSÖKUNNAR Á TÖFINNI ” that´s it og ekki einu sinni boðið upp á kaffi á vellinum. Já það er ekki hægt að segja annað en þetta hafi pirrað mig aðeins, og svo var sama fucking “skyjum ofar” blaðið í vélinni síðan um áramót.
Ekki var nú allri Nexusverslunninni lokið í gær en þeir félagar voru mjög óánægðir með það sem ég keypti svo að ég mátti fara og skila því og fá annað :) en það var í góðu lagi, ég keypti helliströllið fyrir Einar en það er ótrúlega flott eins og flest þessi leikföng sem fást í Nexus. Og allt endaði í tómri hamingju ;).
Læt þetta nægja um hörmungar gærdagsins.
En það er fínt að vera komin heim :) og ekki er hægt að kvarta yfir veðrinu þó að það sé glærasvell yfir allri víkinni.
Einar gisti hjá Hilmari vini sínum síðustu nótt en Hjördís var með næturgest svo að ekkert fækkaði í kotinu hjá okkur ;).
Í dag ætlaði ég svo að fara til Valgarðs miðils en einhverra hluta vegna þá hafði ég ekki verið upplýstur nógu vel eða misskilið þetta svo að ég var viku of snemma á ferðinni og verð að sleppa þessum tíma sem er hundfúlt :(, en það virðast vera einhver örlög í gangi með þetta sem ég ræð ekki við.
Í kvöld verður svo ógurleg veisla (þorrablót) hjá tengdó með súrmat og alles.
Hættur í dag.
><((Hörður))°>

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi