Ekki leist mér á að við kæmumst á bílnum í morgun því að það voru bílar fastir í brimnesbrautinni, en svo opnaðist smá smuga og við stungum okkur í gegn. Ekki skil ég hvernig fólk nennir að vera á eindrifsbílum hérna í utanbænum ;(.
Ég mokaði svo tröppurnar eftir að ég keyrði krökkunum í skólan og festist svo i tölvunni fram undir 11.
Í hádeginu móaðist ég svo til að ná í Guðnýu og Einar, þá var búið að moka allan bæinn nema utanbæinn. Við Einar lærðum svo í sameiningu og fórum svo út, ég að moka og Einar að leika sér, ég afrekaði að moka bílaplanið (handmoka) í fyrsta skiptið svo að bíllinn komst inn fyrir kvöldið;).
Á morgun fer ég svo suður en það styttist í því að ég fari aftur á hafið ;( en ég næ líklega næstu helgi heima.
<°((Hörður))><

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi