..::Dýpið::..
Þar sem að blessuð smárækjan er illseljanleg ákváðum við félagarnir að reina fyrir okkur á dýpra vatni í nótt og dag.
Annar ljósmótorinn tók einhverja sótt síðastliðna nótt svo að það þurfti að draga fram á morgun áður en hægt var að kanna árangur næturrannsóknanna, ekki hefði nú þurft að vera með neinn asa því að eftirtekjan var 500kg.
Ekki var nein uppgjöf sýnileg og gusuðum við okkur enn dýpra og drógum sex klukkustundir, eftirtekjan var rýr í kílógrömmum en rækjan var af rétti stærð.
Já þetta er vandratað, ef magnið er þolanlegt þá er það bara hnerriduft sem upp kemur, en ef stærðin er í lagi þá er magnið ekkert , og ofan á þetta allt bætist svo bullandi skelveiki ;( æ æ ó ó!.
En það þýðir ekkert að vera með neitt væl yfir þessu og maður verður að reina að taka þessu mannalega og míga standandi ;).
Fraktskipin hafa brunað hérna fram hjá okkur í dag og það væri lygi ef ekki hefði komið upp í huga manns að það hafi verið bölvuð vitleysa að taka ekki farmanninn á sýnum tíma og skella sér í fraktina. En það er líklega ekkert skárra í fraktinni bara önnur vandamál að fást við, en ljósi punkturinn þar er þó að þar er alltaf verið á landleið ;).
Ekki hafa okkur borist neinar uppörvandi fréttir um veiði annarstaðar svo að það er sjálfsagt lítið annað að gera en að rembast áfram hérna í austurkantinum.

Og nú eru það magaæfingarnar ;)............

Voruð þið búin að heyra um konuna sem for i splitt framan við baðkarið og festist á flísunum föst a pjásunni, hún kallaði a manninn sinn og hann fór að reyna að snúa henni og toga í hana en ekkert gekk, þannig að hún segir þú verður bara að hringja i Gunna múrara hann lagði þessar flísar, maðurinn var eitthvað tregur en hringdi samt, svo kemur Gunni og fer að snúa kerlingunni og ekkert gengur, svo að hann segir við verðum bara að brjóta eina flís! þá segir kerlingin ertu vitlaus maður þetta eru rándýrar flísar. Gunni verður eitthvað hugsi og treður svo hendinni undir kerlinguna og fer að eiga við pjásuna á henni, þá segir eiginmaðurinn foxillur, “hvurn djöfulinn heldur þú að þú sért að gera?” Gunni segir ég ætlaði bara að bleyta hana aðeins og renna henni svo fram i forstofu það eru ÓDÝRAR flísar þar.

Megi svo Guð og gæfan fylgja ykkur hvar og hvenær sem þið þurfið á aðstoð hans að halda..............
<°((()>< Hörður ><()))°>

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi