..::Rifið::.
Lítið í nótt og rifið í dag, þetta er uppskriftin að þessum drottinsdegi og hún hljómar ekki mjög gómsæt ;(, en það tók ekki langan tíma að ljúga þetta saman og vonandi heldur þetta þangað til það fer ;).
Svo rifnaði druslan enn meira þegar verið var að hífa hana klára til köstunar eftir viðgerðina fínu, já það er sjaldnast ein báran stök í þessu basli.
En einhvernvegin lufsast þetta áfram á lyginni hjá okkur ;).
Ekki fréttir maður nokkurn skapaðan hlut af klakanum útvarpið næst svo illa að það gengur á með éljum og áhlaupum þessar fáu mínútur sem sent er út á stuttbylgjunni, ekki hjálpar það okkur í fréttaröflunninni að loftnetið sem bera á boðskapinn í viðtækið hefur nú fengið syndaaflausn og dánarvottorð.
Sem sagt okkar ástkæri rafeindarvirki og altmuligman hefur fellt dauðadóm yfir þessu loftneti, og í framhaldi af dómnum var lögð inn pöntun á nýju loftneti, nú verður svo bara að leggjast á bæn um að pöntunin skili sér til nufy áður en við tökum land þar næst.
En eins og staðan er á fiskiríinu hjá okkur þessa dagana þá ætti þeim félögum á Ísalandi að gefast góður tími í að koma þessu loftneti vestur um haf.
Georgíumaðurinn ógurlegi stóð rennsveittur við kabyssuna og steikti soðiðbrauð áðan þegar ég átti leið þar hjá.
Ekki slapp ég fram hjá eldhúsinu fyrr en ég var búin að gúffa í mig tvær pitsu sneiðar sem hann taldi að ég gæti ekki lifað án ;).
Þar sem að magavöðvarnir eru í miklu þjálfunarleysi þessa dagana þá verð ég að reina að bæta úr því með einhverju skemmtilegu ;):
Einu sinni á gæsaveiðitímabilinu voru Dalvíkingur og
Ólafsfirðingur á veiðum, svo kom upp sú staða að báðir töldu sig hafa
skotið sömu gæsina og upphófst rifrildi.
Nú þeir ákváðu að útkljá þetta með þeim hætti að þeir færu úr öllum fötum og stæðu gleiðir og spörkuðu i punginn á hvor öðrum og sá sem fyrr gæfist upp fengi gæsina, þar sem þeir voru Dalvikurmegin myndi Dalvíkingurinn byrja, ok, hann sparkar og Ólafsfirðingurinn veinar og engist i nærri 20min. svo jafnar hann sig og segir ?
Jæja nú ég?, þá segir Dalvíkingurinn, þegar ég hugsa mig betur um, þá mátt þú bara eiga gæsina?.
Prestur einn er orðinn leiður a að hlusta a skriftir sóknabarna sinna og biður meðhjálparann að hlaupa i skarðið fyrir sig. Þú ferð bara eftir þessari bók og finnur hæfilega refsingu fyrir hverja synd.
Ekkert mál segir meðhjálparinn og prestur fer sina leið.
Ung kona kemur til skrifta og segir 'faðir ég hef framið ófyrirgefanlega
Synd, ég bæði saug tippi og lét taka mig i rassinn i síðustu viku'
nú var illt i efni fyrir meðhjálparann, ekkert i bókinni góðu yfir svona voðaverk.
En viti menn, kemur ekki kórdrengur röltandi og okkar maður kallar á hann. 'heyrðu ungi vinur hvað gefur presturinn fyrir tillatott og rasstöku?'
'venjulega 2 snikkers og 2 bíómiða' sagði strákur......'
Gangið á Guðsvegum....................................................
<°((()>< Hörður ><()))°>
Lítið í nótt og rifið í dag, þetta er uppskriftin að þessum drottinsdegi og hún hljómar ekki mjög gómsæt ;(, en það tók ekki langan tíma að ljúga þetta saman og vonandi heldur þetta þangað til það fer ;).
Svo rifnaði druslan enn meira þegar verið var að hífa hana klára til köstunar eftir viðgerðina fínu, já það er sjaldnast ein báran stök í þessu basli.
En einhvernvegin lufsast þetta áfram á lyginni hjá okkur ;).
Ekki fréttir maður nokkurn skapaðan hlut af klakanum útvarpið næst svo illa að það gengur á með éljum og áhlaupum þessar fáu mínútur sem sent er út á stuttbylgjunni, ekki hjálpar það okkur í fréttaröflunninni að loftnetið sem bera á boðskapinn í viðtækið hefur nú fengið syndaaflausn og dánarvottorð.
Sem sagt okkar ástkæri rafeindarvirki og altmuligman hefur fellt dauðadóm yfir þessu loftneti, og í framhaldi af dómnum var lögð inn pöntun á nýju loftneti, nú verður svo bara að leggjast á bæn um að pöntunin skili sér til nufy áður en við tökum land þar næst.
En eins og staðan er á fiskiríinu hjá okkur þessa dagana þá ætti þeim félögum á Ísalandi að gefast góður tími í að koma þessu loftneti vestur um haf.
Georgíumaðurinn ógurlegi stóð rennsveittur við kabyssuna og steikti soðiðbrauð áðan þegar ég átti leið þar hjá.
Ekki slapp ég fram hjá eldhúsinu fyrr en ég var búin að gúffa í mig tvær pitsu sneiðar sem hann taldi að ég gæti ekki lifað án ;).
Þar sem að magavöðvarnir eru í miklu þjálfunarleysi þessa dagana þá verð ég að reina að bæta úr því með einhverju skemmtilegu ;):
Einu sinni á gæsaveiðitímabilinu voru Dalvíkingur og
Ólafsfirðingur á veiðum, svo kom upp sú staða að báðir töldu sig hafa
skotið sömu gæsina og upphófst rifrildi.
Nú þeir ákváðu að útkljá þetta með þeim hætti að þeir færu úr öllum fötum og stæðu gleiðir og spörkuðu i punginn á hvor öðrum og sá sem fyrr gæfist upp fengi gæsina, þar sem þeir voru Dalvikurmegin myndi Dalvíkingurinn byrja, ok, hann sparkar og Ólafsfirðingurinn veinar og engist i nærri 20min. svo jafnar hann sig og segir ?
Jæja nú ég?, þá segir Dalvíkingurinn, þegar ég hugsa mig betur um, þá mátt þú bara eiga gæsina?.
Prestur einn er orðinn leiður a að hlusta a skriftir sóknabarna sinna og biður meðhjálparann að hlaupa i skarðið fyrir sig. Þú ferð bara eftir þessari bók og finnur hæfilega refsingu fyrir hverja synd.
Ekkert mál segir meðhjálparinn og prestur fer sina leið.
Ung kona kemur til skrifta og segir 'faðir ég hef framið ófyrirgefanlega
Synd, ég bæði saug tippi og lét taka mig i rassinn i síðustu viku'
nú var illt i efni fyrir meðhjálparann, ekkert i bókinni góðu yfir svona voðaverk.
En viti menn, kemur ekki kórdrengur röltandi og okkar maður kallar á hann. 'heyrðu ungi vinur hvað gefur presturinn fyrir tillatott og rasstöku?'
'venjulega 2 snikkers og 2 bíómiða' sagði strákur......'
Gangið á Guðsvegum....................................................
<°((()>< Hörður ><()))°>
Ummæli