..::Okkur er ekki lengur treyst fyrir eldamennsku hehe::..
Byrjaði laugardaginn á heilun í Bjarmanum, á eftir settist ég niður og sötraði kaffi með fólkinu tók þátt í spjallinu, það er ótrúlega gott að koma þarna í þetta gamla vinalega hús og fá að vera innan um allt þetta góða fólk sem þangað kemur, laugardagarnir eru ekki samir ef ég kemst ekki í Bjarmann svo einfalt er það nú bara ;).
Svo var vinkona Guðnýar með einhverja snyrtivörukynningu, ég spennti á mig allan gallann rúllaði hjólinu í gang og fékk mér rúnt. Nonni var nýbúin að fá mótorinn í sitt hjól og renndi ég til hans og dró hann úr bælinu út að hjóla.
Við fórum fram allan Svarfaðadal og svo inn Skíðadal fram að Kóngstöðum, þar var orðin svolítill snjór á veginum og hált svo við snérum við.
Á bakaleiðinni spýttist aftari hlutinn af hljóðkútnum á hjólinu hans Nonna af, þessu fylgdi svo drjúgur skammtur af steinull sem hjólið hrækti úr sér, ég var á eftir og tíndu upp leifarnar af kútnum og svo bundum við þetta á hjólið, það var hávaðasamt áður en það hrækti steinullinni en djéesös á eftir þá orgaði það eins og óþekkur krakki, nú var hljóðkúturinn orðin eins og lúður, slengdist allur búpeningur með rassaköstum og skvettum frá veginum þegar Nonni á Suzuki lúðrinum geystist hjá ;), aumingja beljugreyin að verða fyrir þessari óvæntu næðisröskun.
Ég mallaði á eftir og heyrði varla í hjólinu hjá mér fyrir orgunum í hjólinu hans Nonna, þessi uppákoma lokaði fyrir frekari hjólatúr svo að ég fór heim þvoði hjólið og stakk því inn í skúr.
Um kvöldið vorum við svo boðin í mat til Jónínu og Péturs, humar í forrétt, svo grillað folaldakjöt ala Pippi og lambalæri ala Jónína í aðalrétt, eftir matinn var svo boðið upp á heitt súkkulaði með rjóma, Ninna og Gummi mættu svo á svæðið og sátum við yfir spjalli fram eftir kvöldi.

Í morgun reif svo Brynja okkur upp á rassgatinu klukkan ellefu með þeim fréttum að matarboðið hjá Kalla væri í hádeginu, úbbs! Við héldum að það yrði í kvöld, en líklega hefði lítið þítt að mæta þá. Við þurftum sem sagt ekki að elda í dag hehe og lentum í hreint frábærri hádegisveislu hjá Kalla og Ingunni, boðið var upp á afturhásingu af lambi með sykurhúðuðum jarðeplum brúnni rjómasósu og alls kyns gúmmelaði, í eftirrétt var svo ís með heitri sósu.
Maður leggur víst ekki af þessa helgina hehe.
Og nú er maður loksins orðin rólfær aftur eftir ofátið, þannig að mér datt í hug að henda nokkrum stöfum á skjáinn.

Og svona eitt í restina, er ekki einhver tölvusjéný sem væri til í að taka gömlu tölvuna okkar og strauja hana og setja upp á hana Windows aftur?
Ég var búin að koma henni upp hjá Kalla og koma honum á netið. En við einhverja rafmagnsútslátt þá leið yfir tölvuna og nú er hún óstarfhæf, það lá alltaf fyrir að koma henni í gegn um þetta uppsetningarferli en út af kunnáttuleysi þá varð það aldrei að veruleika.
Gamla tölvan er svo mikið lasin að hún getur ekki glatt neinn í augnablikinu.
Þetta yrði góðverk aldarinnar að kippa þessu vandamáli í liðinn fyrir okkur ;);););)....

That´s it for to day...


Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi