..::Tveir túrar á Kolmunna::..
Jæja þá er maður komin heim í Jólafrí, en ég lenti austur á Eskifjörð og fór tvo túra á Jón Kjartansson á Kolmunnann, það var gaman að kynnast þessum veiðiskap og rifja upp kynnin við gömlu félagana fyrir austan. Fyrri túrinn gekk mjög vel og settum við í dolluna í fjórum holum 1525tonn eða rúmlega 380tonn í holi. Seinni túrinn var svo frekar lélegur og höfðum við ekki nema ca 6-700tonn. En þetta er gangur lífsins og það eru víst ekki alltaf Jólin þó þau séu á næsta leiti :).
Við komum inn um hádegisbil í gær og notaði ég daginn til að heimsækja ættingjana áður en ég brunaði norður, stoppaði aðeins og fékk mér kaffisopa í Mývatnssveitinni hjá frænkum mínum. En brunaði svo áfram og var komin heim um ½ ellefu.
That´s it for to now.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi