Eftir hádegið drifum við Rúnar svo sleðana hans upp á kerru og brunuðum út að Karlsá þar sem sleðarnir voru rifnir af kerrunni og brunað til fjalla í góða veðrinu, Einar Már og Jón vinur hans komu með okkur en þeir voru með brettin með sér og var markmiðið að renna sér á þeim.
Það var alveg frábært færi fyrir sleðana og fórum við nánast það sem við þorðum, ég verð að segja að það er magnað að standa þarna uppi á fjallstoppunum og horfa yfir í góða veðrinu, þetta er sýn sem maður sér ekki oft og útsýnið er engu líkt. Ég smellti af nokkrum myndum sem ég ætla að setja inn á myndasíðuna við tækifæri, kannski eru þær þar nú þegar :).
Við vorum að sleðast til fimm en þá var haldið heim á leið, við vorum komnir heim upp úr hálfsex rétt mátulega tímanlega til að taka sig til, en ég ákvað að bjóða frúnni út að borða í tilefni dagsins.
Svo lukkulega vildi til að Oliver og Sigrún voru með Bergó á leigu og buðu þar upp á þríréttaðan kvöldverð, Rúnar og Tóta kom með okkur og áttum við alveg frábært kvöld þarna, maturinn var alveg til fyrirmyndar og maður stóð í orðsins fyllstu merkingu á blístri á eftir. Þetta var alveg frábært framtak hjá þeim Oliver og Sigrúnu og ég ætla að vona að fólk komi til með að nýta sér þetta í framtíðinni, mér skildist á þeim að það sé gert ráð fyrir að bjóða upp á þetta einu sinni í mánuði.

Já svona leið konudagurinn á Dalvík, læt þetta nægja í dag.
Óska svo öllu kvenkyns til hamingju með daginn og vona að þið hafið átt ánægjulegan dag.

Ummæli

Hörður Hólm sagði…
Það er enn einhver bilun í þessuði blessaða bloggkerfi, en vonandi kemst það í lag fljótlega.
Ég trúi því staðfastlega að ég eigi engan þátt í því hvernig komið er fyrir þessu kerfi :)

Vinsælar færslur af þessu bloggi