..::Vöflu bakstur og Innflutnings partý::..
Ekki mikið að segja um þennan laugardaginn, ég skutlaði guttanum á snjóbretti eftir hádegið en hann hringdi fljótlega og bað mig að sækja sig, færið var víst ferlegt og ekki gaman að brettast í því.

Þegar ég kom til baka úr fjallinu var Guðný búin að hræra deig og fékk ég það hlutverk að búa til úr því vöflur með sérstöku járni sem ku vera sérútbúið í þetta verkefni, það gekk alveg glimrandi vel hjá mér og náði ég að baka stafla af vöflum áður en Brynja, Bjarki, Ninna, Kalli og Soffía mættu til að gera bakstrinum skil, nú svo var Guðný líka með einhverjar tertur til að toppa baksturinn ;).

Seinnipartinn í dag fór svo að snjóa svo að sleða bretta og skíðafólk getur tekið gleði sína á ný, en ég hefði nú frekar viljað hafa þetta eins og það var en það er víst ekki á allt kosið.

Í kvöld var svo innflutnings partý hjá Svani og Gabríellu og við brunuðum inneftir og kíktum á þau, þetta er alveg rosalega flott íbúð hjá þeim og ekki voru veitingarnar af verra taginu. En þar sem að guttinn var einn heima þá stoppuðum við styttra en við hefðum viljað og vorum við komin heim aftur upp úr tólf.

Mynd dagsins er tekin í gærkvöldi í innflutnings partíinu.

Þá er þetta komið í dag.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi