..::Nokkrar línur::..

Druslaðist á lappir klukkan átta í morgun og lét mér hundleiðast fram að hádegi, ekkert að gera nema góna á Ísland í bítið eða hanga í tölvunni.
Ég verð eitthvað að endurskipuleggja mig og reina að rífa mig í gang aftur, þetta er ekki hægt, maður koðnar bara niður eins og sprungin blaðra loksins þegar maður er komin heim í frí ;).

Fékk tíma hjá hnykkjara á morgun svo nú á að reina að berja úr mér þessa slæmsku sem hefur verið í öxlinni á mér, hann verður sjálfsagt fljótur að redda því drengurinn.

Kiðlingurinn er komin til Íslands í frí, það er enn verið að bíða eftir varahlutum í rafalinn, þegar þeir mæta á eftir að vefja lakka baka og troða þessu saman og prufa.
Það tekur einhvern tíma svo Kiðlingurinn fékk smá pásu.

Er loksins búin að finna rétt tannhjól í vélhestinn, þ.e.a.s til að gíra gripinn aðeins niður, valið stóð um að minnka fremra tannhjólið eða stækka aftara tannhjólið.
Ég gat bara minnkað um eina að framan(annað var ekki til) svo að það verður bara stækkað að aftan, það ætti að gefa manni skemmtilegri virkni í gripinn.

Ég reikna með að fara suður í næstu viku til að stússa í nýja(gamla) skipinu, það er sjálfsagt af nógu að taka þar :), en ef allt gengur eftir þá virðist reiknað með að ég fari þangað yfir.
Það er svo sem fínasta mál, nýtt viðfangsefni og nýar þrautir að leysa :).

Ekki hefur þurft að kvarta yfir veðrinu hérna í dag þótt annarstaðar á landinu séu læti í veðrinu, hitinn fór upp í tæpar 12°C í dag og það var aðeins gola.

Erum byrjuð að vinna í uppbyggingu á myndasíðunum okkar svo að það má búast við einhverju nýmeti þar á næstu dögum, það hefur verið lítil gróska í þeirri deild lengi svo að tími var komin á endurskoðun :).

That´s it for to day................................

Bið Guð og gæfuna að fylgja ykkur.........


<º))))><.•´¯`•. Hörður .•´¯`•.><((((º>

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi