..::1967 var árið sem......::..
Jú það var akkúrat það sem ég ætlaði að fara að gera, enda hálfskammast ég mín fyrir skriftletina.

Laugardagur. Fermingarveisla í Ólafsfirði, matur mikill og góður, matur sem við tróðum okkur út af.

Sunnudagur. Fermingarveisla á Dalvík og sama uppi á teningnum, matur sem rann ljúflega niður.
Kannski ekki beint diet helgi en það verður tekið á því vandamáli seinna.

Á mánudagsmorgun dreif ég mig í því að klára fléttuna á pallinum og var bara nokkuð snöggur að því, restin af deginum fór svo bara í eitthvað chill, ég fór aðeins á hjólið og þrusaði yfir í Ketilás og til baka, það er alltaf gaman að renna yfir Lágheiðina og fljótin á hjólinu.

Í gær var svo aftur komin vinna og skóli svo ég notaði morguninn í að raka lóðina og tína upp rusl og drasl sem kom undan vetri, svo tók ég gamla trébotninn úr hjólageymslunni og kom honum í gámana ásamt öðru drasli sem átti þar heima.
Það er á verkefnaskrá á steypa bílaplanið í sumar og því þarf að undirbúa það ferli aðeins.
Í gærkvöldi var svo aðeins unnið í trillunni en hún er í smá pitstoppi núna.

Í dag eru akkúrat 41ár síðan ég mætti organdi í heiminn austur á Eskifirði, ég er ekki alveg að fatta það hvað þetta líður hratt en mér finnst tíminn spýtast áfram, í anda eldist ég ekki neitt en aldurstalan hækkar jafnt og þétt mér til mikillar undrunar ;).

Mynd dagsins er tekin1967, þarna er Jawa 402cc mótorkrosshjól á fullri ferð í braut, greinilega hefur margt breyst.

Þetta verður að duga í dag.
Bið Guð og gæfuna að vaka yfir ykkur hvar sem þið eruð niðurkomin, og munið eftir brosinu og góða skapinu, það er bannvara að gleyma því heima.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Til hamingju með daginn,afmælispakkann verður þú svo að sækja suður í Garð,erum að spá í að hafa annan í afmæli á laugardaginn. afmæliskossar Paabbi og Mamma
Nafnlaus sagði…
Hæ hæ ekki hékk Dalvíkur vefurinn lengi inni er horfinn með öllu en hinar vélarnar virka fínt. Er kannski bilað á Víkinni.kær kveðja Mamma
Nafnlaus sagði…
Víkin komin aftur eftir sólarhrings fjarveru,sé að vel viðrar á ykkur í dag knús úr Kríulandi

Vinsælar færslur af þessu bloggi