..::Dansi dansi dollan mín::..

Hún rúllaði og skoppaði í nótt, og klukkan 07:00 gafst ég upp á að reina að skorða mig í fletinu og druslaðist fram úr. Við vorum rétt nýbúnir að hífa og vantaði tvær fyrstu spólurnar í safngripinn. Það var ekkert annað í stöðunni en að galla sig og fara að gera við drusluna :). Kiddi og trollmeistarinn voru með mér í þessu og svo var flaggarinn nýttur í að setja í nálar, þetta gekk prýðilega og var allt komið saman klappað og klárt klukkan 10:30. Við eigum alltaf klárar fyrstur tvær spólurnar svo að það er fljótlegt að henda þessu í, en mér þótti þetta eitthvað skrítið þegar ég var að sauma netið í. Þetta var samansett úr hinum og þessum renningum og partur var eins og það hefði rekið á fjöru fyrir margt löngu, þessi spólusnið eru á könnu trollmeistarana og í þeirra verkahring að eiga þetta klárt. Ég fer að spyrja Kidda hvort þetta sé úr einhverjum afgöngum, hann brosir og bendir á netið sem var allt í þornuðum þara og sagði, við fengum þetta upp með trollinu í sumar og þeir hafa nýtt þetta :). Já það er engu hent, og þessar elskur eru ekki að bruðla í neinn óþarfa :). Þannig að safngripurinn heldur enn gildi sínu og óvíst hvort netið sem í fór var yngra eða eldra en það sem tapaðist.

Mér sýnist svo að við séum tilneyddir til að hafa það rólegt það sem eftir er af hvíldardeginum, enda bíður veðrið okkur ekki upp á annað en uppíhald :(. En veðrið hlýtur að lagast fyrir rest, það hefur alltaf gert það :).

Og eitthvað hefur tínst inn af smurefni á skemmtilegurnar:

Gömul hjón fóru til læknis til að láta fylgjast með heilsufarinu, fyrst fór maðurinn inn og var skoðaður hátt og lágt og kom vel út úr því,svo ræddi læknirinn við hann og þá sagði sá gamli,"svo er ég kominn í svo gott samband við guð" nú sagði læknirinn, já þegar ég fer fram á nóttunni til að pissa,þá kveikir hann ljósið þegar ég byrja og slekkur þegar ég er búinn. Síðan fór gamla konan inn til læknisins og hann tjáði henni að sá gamli væri við góða heilsu en hann skildi ekki alveg þetta samband hans við guð og sagði henni hvað sá gamli hefði sagt. Þá sagði gamla konan "helvítis karlinn er hann aftur farinn að míga í ísskápinn"

Og einn í viðbót:

Þrjár litlar mýs
3 mýs að metast:
Fyrsta músin sagði: Ég er svo hroðalega sterk að ég nota músagildruna sem bekkpressu of finnst hún skíííítlétt!! Næsta sagði: Iss ég drekk músaeitur eins og vatn!! Þá hristi númer þrjú hausinn og fór bara. Hinar tvær spurðu hissa.....hvert ert þú að fara??? Númer þrjú: Heim að ríða kettinum!!!!

Látum þetta duga í dag.

Bið Guða að geima ykkur fyrir mig :).

<º))))><.•´¯`•. Hörður .•´¯`•.><((((º>

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi