..::Endurtek::..
Endurtekning, þetta er sífelld endurtekning á því sama hjá mér, endalaus
bræla sem engan enda ætlar að taka. Ég hélt bara að þetta væri ekki hægt og
það hlytu að koma einhverjir góðir kaflar inn á milli, en aldeilis ekki
þetta helv.... virðist endalaust :(.

Þetta er tíðindalítið hjá okkur og gengur lífið hér um borð helst út á að
halda sér föstum með kjafti og klóm. Svo poppar upp eitt og eitt vandamál
sem þörf er á að leysa, það nýjasta var að það sprakk ofn í brúnni og
fosslak, þá var gott að vélastrumpurinn var lærður pípari svo fljótlegt var
að blinda lagnirnar, í framhaldinu sveif kolrústaður ofngarmurinn í hafið og
endaði á 262m dýpi í Breidd 47°14.9N Lengd 045°334W ef einhver hefði áhuga á
að nýta sér málminn :).

Og enn bíða kostbrettin fjögur á dekkinu. Matvælin sem við tókum með okkur
út fyrir Ontiku, hún fór heim og þá átti Eldborg að hirða góssið, Eldborg
bilaði og fór í land í gær svo Taurus er komin á lista yfir þá sem ágirnast
góssið. En það hefur ekki viðrað til flutninga það sem af er veiðiferðar og
lítur ekki út fyrir að það geri það í náinni framtíð, svo líklega verður
orðið lítið næringargildi í þessu fóðri þegar og ef það kemst einhvertímann
til eigenda sinna.

Seinnipartinn í dag ágerðist mismunurinn á víralengdinni sem hefur verið að
ergja mig síðan í spilviðgerðinni í sumar, ég tók Strumpinn með mér í að
opna teljarahúsið.
Þar virtust allar vírar í lagi svo að við kipptum teljara mótornum af, og þá
datt kúplingin af öxlinum, humm hún hafði verið laus uppá öxlinum og líklega
slúðrað á.
Við festum kúplinguna upp 0á öxulinn og skrúfuðum svo dótið saman, vonandi
verður þetta svo til friðs 6-11-14 bank bank.

En ljósu punktarnir eru alltaf til staðar ef vel er að gáð, hann hefur
verið að styttast túrinn síðan við fórum af stað og einn g---n veðurdag
verður þessu basli lokið.).

Þetta verður að duga í dag.

Bið Guð almáttugan og alla hans hirð að líta til með ykkur og leiða frá
allri villu og ólifnaði :).

<º))))><..´¯`.. Hörður ..´¯`..><((((º>

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi