13. febrúar 2004
..::Angóru auga::..
Þær voru sjokkerandi fréttirnar í hádeginu í dag, "morð á Neskaupstað" ég hélt í fávisku minni að þetta væri fyrsta apríl gabb en við nánari athugun var bara 13febrúar, enda var þetta ekki í anda aprílgabba. Þetta var eitthvað svo óraunverulegt, en þetta er Ísland í dag og ekkert sem ég get við því gert :(.
Það er búið að kyngja niður snjó síðan í gærkvöldi, eða réttara sagt gengið á með éljum. Enn er þó fært á alla helstu staði dollunnar, og ekki þurfti að moka mig út í morgun :). Ef það væri ekki þessi snjókoma þá væri líklega fínasti þurrkur í dag, svona vinnukonusvali eins og kerlingin orðaði það. Á nútímamáli er bara sagt 15-20m/s það er allt sem segja þarf :)
Rækjupöddunum snjóar ekki niður á botninn í dag frekar en aðra daga og gengur þetta "spakliga" fyrir sig eins og þeir segja Færeyingarnir. Ég veit ekki hvaða vörpungur hentaði best til þessara pödduveiða þessa dagana á Flemish, en þetta antik sem við erum að skakast með í rassgatinu er greinilega ekki í tísku hjá pöddunum og löngu komið út tísku :). En er ekki sagt að tískan fari í hring? Þá er ekkert annað að gera en að bíða þægur og góður eftir að þetta komist í tísku hjá pöddunum aftur :). Ég vona hinsvegar að þetta verði mín síðasta veiðiferð á þessari dollu og einhver annar komi og veltist um í þessari tískubiðstofu.
Þegar ég leit í spegilinn í morgun var annað augað í mér eins og í angóra kanínu, eldrautt og fallegt, en ekki minnist ég þess að hafa lent í átökum eða átt erfitt með hægðir. Svo að það var engin skýring fyrir því að æð hefði gefið sig í auganu á mér. En það eru ekki bara lagnir dollunnar sem gliðna í sundur í þessum látum, heldur virðis æðakerfið í mér fari að láta undan líka :).
Júri vinur minn sagði mér einn ágætan brandara í fyrra sem vel er við hæfi að smella á ykkur núna :). Maður fer á klósettið heima hjá sér, en eitthvað gekk treglega hjá honum að koma frá sér hægðunum og var hann búin að vera drjúga stund að reina. Konan hans er að ryksuga ganginn framan við salernið og rekur sig óvart í slökkvarann sem staðsettur var á ganginum, "það gellur við þetta ógurlega öskur innan af salerninu" konan kveikir aftur í snarhasti og spyr manninn skjálfrödduð "Hvað kom eiginlega fyrir?" Maðurinn stynur upp innan af
salerninu: "ég sat og rembist þegar allt verður biksvart! Ég hélt að augun í mér hefðu sprungið!."
Líf okkar virðist vera fullt af strikum, öll þessi strik hafa einhverja merkingu, sumar þessi strik verðum við að yfirstíga meðan hollt er að halda sig innan marka annarra. Stundum hef ég velt því fyrir mér hve misjafn skilningur okkar er á lífinu og þeim reglum sem því fylgja. Sumir virðast aldrei átta sig á því hvenær þeir eru komnir yfir strikið. En öllum verður okkur á "sá sem aldrei gerir mistök, gerir aldrei neitt" oftast er nóg að benda viðkomandi einstakling á mistökin og hann áttar sig og er betri maður á eftir. En svo er það eins og skvetta vatni á gæs með aðra, þeir læra aldrei og virðast ekki hafa neina tilfinningu fyrir því að þeir séu komnir yfir forboðnu línuna, skeyta viðvörunum engu og ana út í kviksyndið aftur og aftur. Það getur orðið þreytandi að kalla sömu viðvörunarorðin aftur og aftur, og þurfa svo að bjarga viðkomandi einstakling upp úr pyttinum vitandi að það sama muni gerast fljótlega aftur. Á endanum verður engin viðvörun og engin hjálp, en þá er líka orðið of seint að læra af mistökunum :(.
Þetta er speki mín þennan daginn.
Ég bið svo Guð og gæfuna að fylgja ykkur hvert fótmál og hvern andardrátt, vermda ykkur frá öllum slæmum hugsunum villu og saurlifnaði. Vona að þið eigið góða helgi.
<º))))><.•´¯`•. Hörður .•´¯`•.><((((º>
..::Angóru auga::..
Þær voru sjokkerandi fréttirnar í hádeginu í dag, "morð á Neskaupstað" ég hélt í fávisku minni að þetta væri fyrsta apríl gabb en við nánari athugun var bara 13febrúar, enda var þetta ekki í anda aprílgabba. Þetta var eitthvað svo óraunverulegt, en þetta er Ísland í dag og ekkert sem ég get við því gert :(.
Það er búið að kyngja niður snjó síðan í gærkvöldi, eða réttara sagt gengið á með éljum. Enn er þó fært á alla helstu staði dollunnar, og ekki þurfti að moka mig út í morgun :). Ef það væri ekki þessi snjókoma þá væri líklega fínasti þurrkur í dag, svona vinnukonusvali eins og kerlingin orðaði það. Á nútímamáli er bara sagt 15-20m/s það er allt sem segja þarf :)
Rækjupöddunum snjóar ekki niður á botninn í dag frekar en aðra daga og gengur þetta "spakliga" fyrir sig eins og þeir segja Færeyingarnir. Ég veit ekki hvaða vörpungur hentaði best til þessara pödduveiða þessa dagana á Flemish, en þetta antik sem við erum að skakast með í rassgatinu er greinilega ekki í tísku hjá pöddunum og löngu komið út tísku :). En er ekki sagt að tískan fari í hring? Þá er ekkert annað að gera en að bíða þægur og góður eftir að þetta komist í tísku hjá pöddunum aftur :). Ég vona hinsvegar að þetta verði mín síðasta veiðiferð á þessari dollu og einhver annar komi og veltist um í þessari tískubiðstofu.
Þegar ég leit í spegilinn í morgun var annað augað í mér eins og í angóra kanínu, eldrautt og fallegt, en ekki minnist ég þess að hafa lent í átökum eða átt erfitt með hægðir. Svo að það var engin skýring fyrir því að æð hefði gefið sig í auganu á mér. En það eru ekki bara lagnir dollunnar sem gliðna í sundur í þessum látum, heldur virðis æðakerfið í mér fari að láta undan líka :).
Júri vinur minn sagði mér einn ágætan brandara í fyrra sem vel er við hæfi að smella á ykkur núna :). Maður fer á klósettið heima hjá sér, en eitthvað gekk treglega hjá honum að koma frá sér hægðunum og var hann búin að vera drjúga stund að reina. Konan hans er að ryksuga ganginn framan við salernið og rekur sig óvart í slökkvarann sem staðsettur var á ganginum, "það gellur við þetta ógurlega öskur innan af salerninu" konan kveikir aftur í snarhasti og spyr manninn skjálfrödduð "Hvað kom eiginlega fyrir?" Maðurinn stynur upp innan af
salerninu: "ég sat og rembist þegar allt verður biksvart! Ég hélt að augun í mér hefðu sprungið!."
Líf okkar virðist vera fullt af strikum, öll þessi strik hafa einhverja merkingu, sumar þessi strik verðum við að yfirstíga meðan hollt er að halda sig innan marka annarra. Stundum hef ég velt því fyrir mér hve misjafn skilningur okkar er á lífinu og þeim reglum sem því fylgja. Sumir virðast aldrei átta sig á því hvenær þeir eru komnir yfir strikið. En öllum verður okkur á "sá sem aldrei gerir mistök, gerir aldrei neitt" oftast er nóg að benda viðkomandi einstakling á mistökin og hann áttar sig og er betri maður á eftir. En svo er það eins og skvetta vatni á gæs með aðra, þeir læra aldrei og virðast ekki hafa neina tilfinningu fyrir því að þeir séu komnir yfir forboðnu línuna, skeyta viðvörunum engu og ana út í kviksyndið aftur og aftur. Það getur orðið þreytandi að kalla sömu viðvörunarorðin aftur og aftur, og þurfa svo að bjarga viðkomandi einstakling upp úr pyttinum vitandi að það sama muni gerast fljótlega aftur. Á endanum verður engin viðvörun og engin hjálp, en þá er líka orðið of seint að læra af mistökunum :(.
Þetta er speki mín þennan daginn.
Ég bið svo Guð og gæfuna að fylgja ykkur hvert fótmál og hvern andardrátt, vermda ykkur frá öllum slæmum hugsunum villu og saurlifnaði. Vona að þið eigið góða helgi.
<º))))><.•´¯`•. Hörður .•´¯`•.><((((º>
Ummæli