..::Pandalus Borealis::..
Suðsuðvestan golukaldi þokubakkar og úrhellisrigningarskúrir, hiti 14-16°C. Svona hljómar veðurlýsingin af þúfunni þennan daginn.
Ekki veit ég hvað veldur þessari örvæntingu englanna, en þeir virðast bresta í grát hvað eftir annað og fossa þá tár þeirra niður úr háloftunum.
Pandalus Borealis er vísindaheitið yfir rækjupöddurnar sem við erum að sækjast eftir, svo gengur greyið undir hinum ymsu nöfnum, allt eftir því hvaða tungumál er notað.
Norska - Reke, Enska - Shrimp/Prawn, Þýska - Tiefseegarnele, Danska - Dyphavsreje,
Franska - Cervette nordique, Spænska - Camarón norteno, Portugalska - Camarao árctico. Ef þið leggið þetta á minnið þá ættuð þið að geta pantað ykkur Rækju án vandræða víðast hvar í heiminum. Ég mæli með rækjuáti hehe, étið sem mest af þessum pöddum svo að eftirspurn aukist og verðið hækki, ekki veitir okkur ræflunum af smá verðhækkun :).
Og nýjasta nýtt, dollan yfirgaf Newfie í gærkvöldi og lallaði af stað til Íslands.Nú verður maður að biðja Guð og lukkuna um að fylga Hrafni og hans áhöfn yfir hafið, við skulum krossa alla útlimi og óska þeim að allt snúist eðlilega á heimleiðinni.
Þetta verður framlag mitt í bloggheima þennan drottinsdag....:)

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi