..::Skratt!::..
Lítil eftirtekja eftir nóttina og trollið "Skratt" eins og þeir orða það nágrannar okkar í suðaustri, á Íslenskri tungu er yfirleitt notað "rifið" þegar trollið verður fyrir slíkri ólukku, en færeyingar nota önnur orð sem oft eru ansi skondin, t.d er það sem við köllum dauðalegg kallað millibrella á færeysku.
Hitt trollið sveif út og dekkenglarnir fóru í að stykkja og sauma dræsuna saman, núna seinnipartinn eru þeir svo að signa yfir verkið og ganga frá nýviðgerðu trollinu.
En þetta fylgir þessu veiðiskap og öðru hverju kemur þetta eitthvað lasið upp úr djúpinu, þá reinir á netakunnáttuna og saumaskapinn, vaktin verður saumaklúbbur sem bogra eins og girðingalykkjur yfir trollinu.
Andvarinn er búin að redda sinni vélabilun og Atlas sigldi út frá St.Johns í morgun eftir viðgerðarstopp þar, svo nú fjölgar hægt og bítandi á þúfunni eftir frekar fámenna viku.
Eyborg og Artic Víking komu úr landi og byrjuðu veiðar í gær, einn kemur þegar annar fer en þannig gengur þetta fyrir sig hérna flesta daga ársins.
Já þetta verður að duga ykkur í dag..........Góða helgi :):););)
Lítil eftirtekja eftir nóttina og trollið "Skratt" eins og þeir orða það nágrannar okkar í suðaustri, á Íslenskri tungu er yfirleitt notað "rifið" þegar trollið verður fyrir slíkri ólukku, en færeyingar nota önnur orð sem oft eru ansi skondin, t.d er það sem við köllum dauðalegg kallað millibrella á færeysku.
Hitt trollið sveif út og dekkenglarnir fóru í að stykkja og sauma dræsuna saman, núna seinnipartinn eru þeir svo að signa yfir verkið og ganga frá nýviðgerðu trollinu.
En þetta fylgir þessu veiðiskap og öðru hverju kemur þetta eitthvað lasið upp úr djúpinu, þá reinir á netakunnáttuna og saumaskapinn, vaktin verður saumaklúbbur sem bogra eins og girðingalykkjur yfir trollinu.
Andvarinn er búin að redda sinni vélabilun og Atlas sigldi út frá St.Johns í morgun eftir viðgerðarstopp þar, svo nú fjölgar hægt og bítandi á þúfunni eftir frekar fámenna viku.
Eyborg og Artic Víking komu úr landi og byrjuðu veiðar í gær, einn kemur þegar annar fer en þannig gengur þetta fyrir sig hérna flesta daga ársins.
Já þetta verður að duga ykkur í dag..........Góða helgi :):););)
Ummæli