Laugardagur 14.ágúst 2004

..::Austfjarðarþoka::..
Vestan gola, þokusuddi og þær litlu fréttir sem á hattinum fæðast fjúka burt undan golunni og hverfa út í þokuna. Það er hálfgerð austfjarðaþoka í hausnum á manni svona daga, daga þar sem ekkert gerist og alltaf eru sömu væluraddirnar í talstöðinni.
Þetta rennur inn um annað og út um hitt og skrifast ekki í minnið, en getur orðið þreitandi að hlusta á hvað sumir eiga bágt.
Það eru þá frekar einhverjar annarlegar uppákomur sem vekja mann upp af dvalanum og fanga athyglina, t.d eru ófarir 3/4 Latvíuflotans sem hattin sækja misstíft, sú saga hæfir frekar gærdeginum þ.e.a.s hryllingsdeginum mikla "Föstudagsins 13".
Dollan lallaði af stað til lands með bilaða aðalvél í fyrrakvöld, ég þakka Guði fyrir að vera ekki lengur þar.
Í gær lagði svo Atlas af stað til St.John´s á annari aðalvélinni en gangráðurinn á hinni vélinni geispaði golunni, og síðustu fréttir sem ég heyrði af Arnarborg var að hún var að basla með bilað togspil.
Já þetta er óttalegt basl á þessum verslings dósum.
En nú er Rúsínan komin til að leysa mig af í steikina :) svo nú er ég stokkinn.
Vona að þið eigið góða helgi :):)

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi