Suðvestan bræluskítur og veltingur, þannig mætti dagurinn okkur Kidda klukkan 05:30 í morgun og afli næturinnar losaði eina smálest af rauðagulli.
Við köstuðum áfram norður eftir kantinum með hugann norður á horn, annars er skrítið að menn tali um norðurhorn á þessari þúfu, þetta er eins og golfkúla sem skorin hefur verið í tvennt og öðrum helmingnum klesst á hafsbotninn, svo draga menn utan í hálfkúlunni og tala svo um að þér séu í austurkanti norðurhorni vesturkanti suðausturhorni eða Guð má vita hvað þetta er allt kallað, en þetta er samt fyrsti hyrndi hringurinn sem ég heyri talað um ;).
Skúli vinur minn á Ottó er búin að vera að draga hérna með okkur en hann reif trollið í dag svo að hann er úr leik í augnablikinu, ég sé nú samt ekki að hann sé að missa af miklu því að hérna blikkar aumingjaræfilinn eftir þriggja tíma tog.
Ekki fær maður neitt páskaeggið þetta árið en ég hefði geta fengið mér súkkulaðipáskahéra í landi en nennti ekki að vera brasa með hann, enda á maður sjálfsagt að vera vaxin upp úr svoleiðis bulli, þeir eru nokkuð á eftir okkur í þessu páskabulli Kanadamennirnir því að það var bara ein stærð af súkkulaðipáskahéra í boði þar sem ég sá.
Og svo er það jókurinn, ég fékk þennan sendan á e-mail um daginn og finnst hann ýkt flottur ;): “Það var maður að reyna að fá foræði yfir barninu sínu og hélt hann því mjög fast fram í réttinum að hann ætti barnið en ekki konan svo þegar dómarinn bað hann að færa rök fyrir þeirri fullyrðingu þá sagði hann: Herra dómari, ef þú setur 100 kall í coke sjálfsala þá kemur coke dós út. Hver á dósina...... þú eða sjálfsalinn?”
Og fyrst við erum komin í brandarastuðið þá verðum við að láta einn fullorðins fylga með: ”eitt sinn hitti Gosi litli spýtukarl Nunnu. Nunnan var karlmansþurfi og bauð Gosa að koma og gera með sér do do, en þegar Gosi var búin að klæða sig úr þá leist Nunnunni ekki betur á gripinn en að hún sagði, Gosi minn ég get ekki tekið áhættuna á því að fá flís úr þér, þú verður að pússa hann aðeins áður en við byrjum. Svo teigir hún sig i sandpappír og réttir Gosa. Gosi tekur sandpappírinn og fer með hann inn á klósett og byrjar að pússa. Nú líður og bíður og Nunnunni fer að lenga biðin svo hún fer og bankar á klósetthurðina og segir, Gosi minn ertu ekki að verða búin að pússa? Þá heyrist innan af klósettinu, hver þarf kvennmann þegar hann hefur SANDPAPPÍR?”
Og þá er svo komið fyrir mér að ég nenni ekki að pikka meira í dag.
Gangið á Guðsvegum.
<°((()>< Hörður ><()))°>

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi