Vestaáttin í gær var svo stíf að við náðum engan vegin að halda stefnu á Dollunni og hröktumst niður á botnlaust áður en að maður gafst upp.
Við dömluðum svo á Norðurhornið og köstuðum þar í morgun klukkan 06.
Það er svo búin að vera golukaldi og frost í allan dag, og Dollan frekar kuldaleg á að líta en það er ísskæni yfir öllu.
Það eru nokkur skip hérna á svipuðu róli á norðurhorninu, Borgin Otto Pétur Jóns og Lómur 2 svo er Eyborgin hérna á norðvesturhorninu.
Það er ákaflega lítið að frétta héðan, einn Norsk/Rússnenskur togari er á reki bilaður 100sml austur af hattinum en Norðmennirnir eru svo nískir að þeir hafa ekki vilja taka þeim tilboðum sem þeim hafa verið gerð um drátt í land, og mér skilst að núna sé búið að semja við einhvern dráttarbát í Nufy um að koma út og sækja þá.
Ég kannast vel við þennan bát en hann var mikið á sama sjó og ég í Barentshafinu á sínum tíma, þá undir stjórn færeyings sem heitir Alfreð.
Þetta skip er gamall síðutogari sem búið er að breyta í skuttogara og er ekki ósvipaður Jóni Kjartanssyni eins og hann var einu sinni.
Það mætti segja mér að það væri búið að rúlla aðeins undir norðmönnunum á rekinu í brælunni undanfarna daga.
Ég er búin að vera að reina að gramsa upp sögu Dollunnar og hefur hún heitið þrem nöfnum frá upphafi eftir því er ég best kemst að.
Fyrst áttu Færeyingar hana og þá hét hún Hvítanes. Svo var hún seld til Kanada og fékk þá nafnið Lumaaq. Hún hélt því nafni þangað til hún fékk það nafn sem hún burðast með núna.
Þetta er kannski frekja í mér að vera að biðja ykkur um að senda okkur einhverjar fréttir af því sem er að gerast í veröldinni en ég læt það samt flakka.
Póstfangið okkar er erla@sjor.it.is og við erum alætur á fréttir, svo þykir okkur líka gaman að fá póst ;).
Hér er ekkert sjónvarpsefni og lítið við að vera annað en að vinna sofa og éta sem verður frekar leiðigjarnt til lengdar eins og þið getið ímyndað ykkur ;).
Einnig finnst okkur líka gaman af góðum bröndurum og þolum allt í þeim efnum ;).
Læt þetta duga í dag.
Vonast til að Guð almáttugur og hans hirðsveinar vaki yfir ykkur og vermdi frá öllu illu og ljótu.
<°((()>< Hörður ><()))°>
Við dömluðum svo á Norðurhornið og köstuðum þar í morgun klukkan 06.
Það er svo búin að vera golukaldi og frost í allan dag, og Dollan frekar kuldaleg á að líta en það er ísskæni yfir öllu.
Það eru nokkur skip hérna á svipuðu róli á norðurhorninu, Borgin Otto Pétur Jóns og Lómur 2 svo er Eyborgin hérna á norðvesturhorninu.
Það er ákaflega lítið að frétta héðan, einn Norsk/Rússnenskur togari er á reki bilaður 100sml austur af hattinum en Norðmennirnir eru svo nískir að þeir hafa ekki vilja taka þeim tilboðum sem þeim hafa verið gerð um drátt í land, og mér skilst að núna sé búið að semja við einhvern dráttarbát í Nufy um að koma út og sækja þá.
Ég kannast vel við þennan bát en hann var mikið á sama sjó og ég í Barentshafinu á sínum tíma, þá undir stjórn færeyings sem heitir Alfreð.
Þetta skip er gamall síðutogari sem búið er að breyta í skuttogara og er ekki ósvipaður Jóni Kjartanssyni eins og hann var einu sinni.
Það mætti segja mér að það væri búið að rúlla aðeins undir norðmönnunum á rekinu í brælunni undanfarna daga.
Ég er búin að vera að reina að gramsa upp sögu Dollunnar og hefur hún heitið þrem nöfnum frá upphafi eftir því er ég best kemst að.
Fyrst áttu Færeyingar hana og þá hét hún Hvítanes. Svo var hún seld til Kanada og fékk þá nafnið Lumaaq. Hún hélt því nafni þangað til hún fékk það nafn sem hún burðast með núna.
Þetta er kannski frekja í mér að vera að biðja ykkur um að senda okkur einhverjar fréttir af því sem er að gerast í veröldinni en ég læt það samt flakka.
Póstfangið okkar er erla@sjor.it.is og við erum alætur á fréttir, svo þykir okkur líka gaman að fá póst ;).
Hér er ekkert sjónvarpsefni og lítið við að vera annað en að vinna sofa og éta sem verður frekar leiðigjarnt til lengdar eins og þið getið ímyndað ykkur ;).
Einnig finnst okkur líka gaman af góðum bröndurum og þolum allt í þeim efnum ;).
Læt þetta duga í dag.
Vonast til að Guð almáttugur og hans hirðsveinar vaki yfir ykkur og vermdi frá öllu illu og ljótu.
<°((()>< Hörður ><()))°>
Ummæli