Sunnudagur til sælu ;), sælan lætur að vísu standa á sér en svo er það kannski matsatriði hvað telst til sælu?.
Prufuðum aðeins grynnra í nótt og þar var bæði minna magn og smærri rækja, hún var eitursmá greyið litla og ekkert annað að gera en að reina eitthvað annað dýpi.
Veiðin virðist vera eitthvað lakari í dag en undanfarna daga svona heilt yfir svo að þessi lægð er ekki eyrnamerkt okkur ;).
Ég hafði nú hugsað mér að vera góður í dag og deila ekki á neitt, reina frekar að líta á björtu hliðar lífsins og láta allt hið illa og vonda lönd og leið.
Sjáum hvort við getum ekki grafið upp eitthvað til að brosa að ;).

Er okkur ekki farið að langa í brandara?

Eitt sinn voru Íri Breti og Claudia Shiffer að ferðast saman í lest þvert yfir Tasmaníu.
Skyndilega fór lestin inn í göng, þetta var gömul lest og það voru engin ljós í vögnunum svo að þar varð kolsvarta myrkur.
Það heyrðist kossahljóð og svo var einhver sleginn.
Þegar lestin kom út úr göngunum sátu Claudia og Írinn eins og ekkert hefði gerst en Bretinn hélt höndunum um andlitið eins og hann hefði verið slegin.
Bretinn hugsaði: “Írinn hefur kysst Claudiu og hún hefur ætlað að slá hann en slegið mig í staðin”. Claudia hugsaði: “Bretinn hefur ætlað að kyssa mig en kysst Íran og verið lamin fyrir það.
Og Írinn hugsaði:
“Þetta er frábært. Næst þegar lestin fer inn í göng geri ég aftur kossahljóð og lem svo helvítis Bretakvikindið aftur.

Tvö stykki bönnuð innan 18ára

Eitt sinn kom vændiskona að sveitabæ, á bænum voru öldruð hjón og tvíburasynir þeirra báðir ljóshærðir.
Vændiskonunni vantaði mat og húsaskjól yfir nóttina og samdi við gömlu hjónin um að hún kynnti lystisemdir lífsins fyrir ljóshærðu tvíburunum í staðin fyrir mat og húsaskjól. Þessum samning fylgdi bara ein kvöð, þeir yrðu að nota smokka því að hún kærði sig ekki um að verða ólétt.
Allt gekk svo eftir samningnum og vændiskonan hvarf á braut um morguninn.
Segir ekki meira af þeim bræðrum fyrr en 40árum seinna, þá eru þeir að spjalla saman, og annar segir “manstu eftir vændiskonunni sem kom til okkar um árið?” jú hinn hélt það nú, “er þér ekki sama þótt hún verði ólétt?” Jú skítsama og ég held bara að við ættum að rífa þetta helvítis gúmmí af okkur!

Jói varð fyrir því láni að frændi hans í Ástralíu sendi honum glæsilegt
fallegt reiðhjól. Jói var að sjálfsögðu afar ánægður með nýja hjólið sitt og
áleit að slíkur kostagripur væri vandfundinn.
Einn hængur var þó á, með hjólinu fylgdi vaselín-dolla og miði sem á stóð að
ef það skildi fara að rigna þá þyrfti Jói að bera vaselín á hnakkinn, en
hann var úr kengúruskinni og myndi skemmast ef þetta væri ekki gert. Jóa
fannst þetta nú bara lítið mál, settist á hjólið sitt og hjólaði af stað.
Þar sem hjólið var svo frábært þá gleymdi hann sér alveg, var kominn langt
út í sveit og það var að koma myrkur. Hann stoppaði því á næsta bóndabæ og
bankaði á hurðina. Bóndinn kom til dyra og sagði að honum væri velkomið að
vera í kvöldmat og gista en það væri þó ein regla í þessu húsi. Það er
STRANGLEGA bannað að tala á meðan á kvöldverðinum stæði. Sá sem talar þarf
að vaska upp. Jói leit inn í eldhúsið og sá þriggja mánaða uppvask, grænt og
ógeðslegt. Ákvað hann á þeirri stundu að halda kjafti á meðan á matarhaldinu
stæði.
Kvöldmaturinn hófst og varð Jói var við að heimasætan var nú ansi fögur og
byrjaði hún um leið að reyna við hann. Hann stóðst ekki mátið og átti við
hana mök undir matarborðinu. Bóndinn var að sjálfsögðu reiður en sagði þó
ekki neitt. Maturinn hélt áfram og tók Jói eftir því að yngri dóttir bóndans
var nú ekki ófríð heldur og áhugi hennar á honum var ansi mikill. Hann átti
við hana kynmök í horni eldhússins.
Bóndinn var orðinn sjóðandi vondur en sagði þó ekki neitt, enda mikið
uppvask í eldhúsinu. Maturinn hélt áfram og Jói tók eftir því að kona
bóndans var nú ekki slæm. Hún vildi helst ekki vera útundan svo Jói skellti
henni upp á borð og tók hana fyrir framan bóndann. Bóndinn var orðinn
sjóðandi vondur, hissa og hálf grenjandi yfir dirfsku Jóa.
Maturinn hélt áfram og enginn sagði neitt. Í því leit Jói út um gluggann og
sá að það var að byrja að rigna, hann reif upp vaselín dolluna. Þá stóð
bóndinn upp og öskraði:
"JÁ, NEI NEI ÉG SKAL BARA VASKA UPP".

Þetta verður innlegg mitt í skvaldur lífsins fyrir 27apríl 03.
Bið Guðs engla að vaka yfir ykkur og leiðbeina þeim sem villtir eru í öngstrætum hins harða heims er við lifum í.
<°((()>< Hörður ><()))°>

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi