Þoka.
Það er þoka á hattinum í dag, veður eins og maður kannast við héðan á sumrin, en þá liggur oft svartaþoka yfir öllu slektinu vikum saman.
Ekki það að þokan sé slæm því að það er yfirleitt gott veður í þokunni þó að sólina vanti.
Núna vantar okkur ekki mikið í holuna og ef að við fáum eitthvað í dag og morgun þá ættum við að ná því að loka þessum túr annað kvöld ;).
Já þessari rispunni er að ljúka og framundan er landstím og innivera í Bay Roberts.
Þar verður þessum kvikindum sem við erum búnir að hafa svo mikið fyrir að koma í holuna verður mokað upp á met tíma.
Og þá byrjar slagurinn aftur við það að fá í holuna ;). Sami rúnturinn aftur og aftur túr eftir túr ár eftir áröld eftir öld, alltaf gengur þetta út á það sama.
Það var orðið minna um rækju þar sem við vorum svo að eftir hádegisholið var kastað áfram norður á vit nýrra ævintýra, og vonandi meiri afla.
Jón er búin að fá vísir af ferðaáætlun og flýgur hann um London, það var fínt að sjá það og vonandi verða ferðalög okkar í framtíðinni um London en ekki Boston eins og verið hefur í tísku hjá útflögguðum Íslendingum á hattinum.
Það er búið að vera bras á Iridium símkerfinu hjá okkur og skyldi engan undra, samskipti hernaðarbröltfarana í Írak við Runna Georg fara öll um Iridium og hafa þeir félagar yfir 312.000 Iridium símum til ráðstöfunar.
Já það hefur aldeilis vænkast hagur þeirra sem reka þetta kerfi, það eru ekki nema þrjú ár síðan allt var í gjaldþroti og það stóð til að leggja kerfið niður.
Jæja ég ætla að leifa mér að vera latur að skrifa í dag og hætti hér með.......................
Vona að Guðs englar vaki yfir ykkur öllum, passi ykkur fyrir öllu illu og fylli hjörtu ykkar með hamingju og hlýju.
<°((()>< Hörður ><()))°>
Það er þoka á hattinum í dag, veður eins og maður kannast við héðan á sumrin, en þá liggur oft svartaþoka yfir öllu slektinu vikum saman.
Ekki það að þokan sé slæm því að það er yfirleitt gott veður í þokunni þó að sólina vanti.
Núna vantar okkur ekki mikið í holuna og ef að við fáum eitthvað í dag og morgun þá ættum við að ná því að loka þessum túr annað kvöld ;).
Já þessari rispunni er að ljúka og framundan er landstím og innivera í Bay Roberts.
Þar verður þessum kvikindum sem við erum búnir að hafa svo mikið fyrir að koma í holuna verður mokað upp á met tíma.
Og þá byrjar slagurinn aftur við það að fá í holuna ;). Sami rúnturinn aftur og aftur túr eftir túr ár eftir áröld eftir öld, alltaf gengur þetta út á það sama.
Það var orðið minna um rækju þar sem við vorum svo að eftir hádegisholið var kastað áfram norður á vit nýrra ævintýra, og vonandi meiri afla.
Jón er búin að fá vísir af ferðaáætlun og flýgur hann um London, það var fínt að sjá það og vonandi verða ferðalög okkar í framtíðinni um London en ekki Boston eins og verið hefur í tísku hjá útflögguðum Íslendingum á hattinum.
Það er búið að vera bras á Iridium símkerfinu hjá okkur og skyldi engan undra, samskipti hernaðarbröltfarana í Írak við Runna Georg fara öll um Iridium og hafa þeir félagar yfir 312.000 Iridium símum til ráðstöfunar.
Já það hefur aldeilis vænkast hagur þeirra sem reka þetta kerfi, það eru ekki nema þrjú ár síðan allt var í gjaldþroti og það stóð til að leggja kerfið niður.
Jæja ég ætla að leifa mér að vera latur að skrifa í dag og hætti hér með.......................
Vona að Guðs englar vaki yfir ykkur öllum, passi ykkur fyrir öllu illu og fylli hjörtu ykkar með hamingju og hlýju.
<°((()>< Hörður ><()))°>
Ummæli