..::Helgarferð::..
Við frúin skruppum í langa helga ferð til Dublin á Írlandi, keyrðum suður á miðvikudaginn gistum í nýja húsinu hjá Haddó Gunna og grislingunum of flugum svo út seinnipart á fimmtudag. Við voru ekki komin á hótelið fyrr en seint á fimmtudagskvöld svo maður skolaði ekki niður mörgum Guiness á fimmtudagskvöldinu, ferðin var ágæt og það er ekki hægt að segja að Íslendingarnir hafi verið að flækjast fyrir okkur því það er varla hægt að segja að við höfum séð Mörlanda um helgina.
Veðrið var þokkalegt þótt aðeins hafi rignt og ekki var verra að vera í þykkri peisu því veðurfarið var ekki ósvipað Íslensku haustveðri, við eyddum helginni í ráp milli verslana veitingarstaða og kaffihúsa, ásamt því að við skelltum okkur í bíó og sáum myndina The Boy in the Striped pyjamas.
Bíóferðin var kannski ekki til frásagnar nema fyrir það að Írarnir voru búnir að breyta klukkunni og það hafði alveg farið fram hjá okkur, við vorum mætt að við héldum korter fyrir sýningu en þar sem við misstum af klukkubreytingunni varð biðin eftir sýningunni óvart klukkutími og korter, en það var þess virði að bíða eftir myndinni því hún var alveg ótrúlega góð, sjá trailer. Mér skilst að það sé hægt að fá þessa sögu í kiljuformi hérna heima og heitir hún þá Strákurinn í röndóttu náttfötunum.
Við flugum svo heim á mánudagskvöld og lentum í Keflavík aðfaranótt þriðjudags, pabbi sótti okkur á völlinn og gistum við í Kríulandinu.
Tókum því rólega á þriðjudagsmorguninn og notuðum tímann til að spjalla og rifja upp ýmislegt gamalt og gott, fórum ekki af stað norður fyrr en eftir hádegi.
Það var fínt að keyra norður en þegar við komum út á Dalvík var allt á kafi í snjó og mikill hluti bæjarins nánast ófær nema 4x4, Hjördís var með mat handa þreyttum ferðalöngum.
Um kvöldið mokaði ég snjósleðann upp og kom honum í gang, eitthvað hann latur í taumi en hökti af stað á endanum. Gærdeginum eyddi ég svo í að moka snjó og skipti um hitanema í sleðanum og fyllti hann af eldsneyti, svo tók ég smá rispu upp í fjall.

Ég hafði ekki fylgst neitt með fréttum á meðan ég var úti, en var að vonast til að það væri komin einhver skynsamleg laust í þá fjármálakrísu sem landið er í.
Eftir flettingar um vefmiðla, nokkra fréttatíma í útvarpi og sjónvarpi þá skil ég eiginlega ekki upp né niður í því hvað er í gangi, það virðist engin bera ábyrgð á einu né neinu og aðalpúðrið virðist fara í það að benda á hvorn annan, á meðan sígur þjóðarskútan dýpra og dýpra og þar sem allir eru svo uppteknir af því að reyna að hvítþvo sig af klúðrinu þá hefur engin rænu á því að reyna að lensa sökkvandi fleyið eða gera björgunarbátana klára, mér finnst eins og þetta endi með því að dósin fari niður með manni og mús.

Læt þetta nægja í dag..........
Megi Guð og gæfan vaka yfir ráðvilltum sálum okkar.



Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi