..::Þar fann ég að það kom::..
Tveggja daga törn í blogginu hehe, en það var ekki mikið að segja þótt gærdaginn hafi vantað, í gær við fórum út klukkan átta og reyndum fyrir okkur á nýjum slóðum, það var full langt að heiman og fulllangt frá öllum fiski líka.
Þessu fylgdi bullandi veltingur, rifin og slitin snurvoð í tvígang og sjóveikur kokkur :(, kokkurinn var svo veikur karlgreyið að hann hrökk í frígír um hádegi og komst ekki aftur í gírinn þann daginn. En það breytti ekki miklu því að það var ekki mikið að gera smá bætning annars ekkert. Ég var ekki langt frá sjóveikinni þótt ég hafi sloppið og ekki hefði mátt velta mikið meira svo að ég hefði farið að hvítna :).
Við vorum komnir í land klukkan fimm í gær og þurftum ekkert að hafa fyrir því að landa, ákváðum að geima þessa ræfla og bæta þeim bara við morgundaginn.
Í morgun fórum við svo út upp úr átta, það var búið að ákveða það í gær að ekki væri hollt að fara úr sjónlínu við heimabyggðina svo við vorum að snuddast milli Hríseyjar og lands í allan dag, aflinn var skárri en í gær, bara allt í lagi miðað við græjurnar.
Seinnipartinn ætluðum við svo að slá undir stóru ÝsuSnuddunni.
Við drusluðum litluSnuddunni undan og veltum svo fínu ÝsuSnuddunni fyrir borð og hífuðum hana upp á tromlu, þetta þoldi veslings druslan ekki, fótreipið datt í sundur á tveim stöðum. Ég var áður búin að hafa orð á því við kapteininn að fótreipið væri komið fram yfir síðasta söludag en okkur langaði til að prufa hana ef hún væri eitthvað skárri en hin sem ekki er upp á marga fiska.
Eftir löndun var þeirri fótbrotnu pakkað ofan í kar og send burt, og útjöskuðu druslunni slegið undir aftur. En vonandi verður þetta til þess að það verður slegið undir nýju veiðarfærir, það er yfirleitt árangurstengt að vera með góð veiðarfæri ;).
Í kvöld vorum við svo boðin í mat til Brynju sem var alveg dillandi.
Tvö starfstilboð duttu inn í dag svo ekki er maður alveg gleymdur þótt stundum finnist manni það vera;) en ég veit ekki hvað verður úr því allt í vinnslu, það er samt alltaf gott fyrir Egóið að vita að einhver vill mann.
Já þetta hefur verið einhvernvegin svona ;).
Bið þann sem öllu stjórnar og ræður að vera ykkur innan handar í hverju sem þið kunnið að taka ykkur fyrir hendur ;);).
Tveggja daga törn í blogginu hehe, en það var ekki mikið að segja þótt gærdaginn hafi vantað, í gær við fórum út klukkan átta og reyndum fyrir okkur á nýjum slóðum, það var full langt að heiman og fulllangt frá öllum fiski líka.
Þessu fylgdi bullandi veltingur, rifin og slitin snurvoð í tvígang og sjóveikur kokkur :(, kokkurinn var svo veikur karlgreyið að hann hrökk í frígír um hádegi og komst ekki aftur í gírinn þann daginn. En það breytti ekki miklu því að það var ekki mikið að gera smá bætning annars ekkert. Ég var ekki langt frá sjóveikinni þótt ég hafi sloppið og ekki hefði mátt velta mikið meira svo að ég hefði farið að hvítna :).
Við vorum komnir í land klukkan fimm í gær og þurftum ekkert að hafa fyrir því að landa, ákváðum að geima þessa ræfla og bæta þeim bara við morgundaginn.
Í morgun fórum við svo út upp úr átta, það var búið að ákveða það í gær að ekki væri hollt að fara úr sjónlínu við heimabyggðina svo við vorum að snuddast milli Hríseyjar og lands í allan dag, aflinn var skárri en í gær, bara allt í lagi miðað við græjurnar.
Seinnipartinn ætluðum við svo að slá undir stóru ÝsuSnuddunni.
Við drusluðum litluSnuddunni undan og veltum svo fínu ÝsuSnuddunni fyrir borð og hífuðum hana upp á tromlu, þetta þoldi veslings druslan ekki, fótreipið datt í sundur á tveim stöðum. Ég var áður búin að hafa orð á því við kapteininn að fótreipið væri komið fram yfir síðasta söludag en okkur langaði til að prufa hana ef hún væri eitthvað skárri en hin sem ekki er upp á marga fiska.
Eftir löndun var þeirri fótbrotnu pakkað ofan í kar og send burt, og útjöskuðu druslunni slegið undir aftur. En vonandi verður þetta til þess að það verður slegið undir nýju veiðarfærir, það er yfirleitt árangurstengt að vera með góð veiðarfæri ;).
Í kvöld vorum við svo boðin í mat til Brynju sem var alveg dillandi.
Tvö starfstilboð duttu inn í dag svo ekki er maður alveg gleymdur þótt stundum finnist manni það vera;) en ég veit ekki hvað verður úr því allt í vinnslu, það er samt alltaf gott fyrir Egóið að vita að einhver vill mann.
Já þetta hefur verið einhvernvegin svona ;).
Bið þann sem öllu stjórnar og ræður að vera ykkur innan handar í hverju sem þið kunnið að taka ykkur fyrir hendur ;);).
Ummæli