..::When the shit hits the fan::..
Oft hefur maður heyrt þennan enska frasa og datt mér hann í hug þegar loftskeytamaðurinn mætti á stjórnpall með þrífætta smáviftu, fæturna höfðu hann og rennismiðurinn smíðað í sameingu en tilgangnum með þessari fótaaðgerð náði ég ekki straks.
Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að þessi vifta hafði gengt því hlutverki að kæla mótorinn á hlaupabrettinu í sportríminu. Nú var brettið komið með dánarvottorð og hafði hlotið útför að sjómannasið í hina votu gröf Ægis.
Það er ekkert öðruvísi með þessi tól en mannfólkið, nú þegar lífffæragjafir eru í algleymingi, auðvitað hafði Loftur farið yfir rafbúnaðinn í líkinu og hirt það sem hann taldi að ætti sér framhaldslíf.
Nú var þessi vifta að fá annað og merkara hlutverk en að kæla mótor á mörbrennslubretti áhafnarinnar. Nýja verkefnið var að kæla niður sjónvarpsmóttakarann sem sér um að miðla sjónvarpsefninu frá sjónvarpskúlunni og niður í sjónvörp áhafnarinnar, en þessu verkefni gengdu áður tvær litlar viftur sem mundu fífil sinn fegurri og orguðu og vældu yfir hlutskipti sínu alla daga með tilheirandi ónæði.

Við höfðum af því verulegar áhyggjur að sennilega styttist í að þeirra tími væri talin og þær enduðu sinn görótta söng fljótlega.
Illa hafði gengið að fá fá þessi líffæri og nú horfði í óefni, á kompanískipi okkar hafði ótímabært fráfall þessara smáviftna orðið til þess að sjónvarpsmóttakarinn þeirra brann yfir og horfa þeir ekki lengur á gerfihnattasjónvarp þar, nú stara þeir brostnum augum í gaupnir sér sjónvarpslausir eftir vaktina.
Til þess mátti Loftur ekki hugsa og lagðist því undir feld og kom svo með þessa stórkostlegu lausn á vandamálinu sem yfir vofði.
Nú burrar ný/gömul vifta á fullu og kælir sjónvarpsmóttakarann sem aldrei fyrr, vonandi á þetta líffæri hlaupabrettisins eftir að gagnast móttakaranum um ókomna framtíð.
Við verðum svo bara að vona að það lendi engin óþverri í þessari fínu viftu.

Að öðru leiti er ekki mikið af okkur að frétta annað en það að við komum á leguna í Dakhla í gærmorgun og byrjuðum að landa, ásamt því að við tókum vistir og umbúðir úr Orion.

Orion silgdi svo sinn sjó seint í gærkvöldi en við héldum áfram að hífa fisk yfir í fraktdallinn sem eftir var.


Læt þetta nægja í bili.

Mynd dagsins er af viftunni góðu á fullu í nýja starfinu.


Megi svo Guð almáttugur gefa sálum ykkar frið og kærleika........

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Sammála...best að prufa þetta
Þú ert ótrúlegur, hakkari dauðans bara...Varst þú nokkuð nörd á þínum
yngri árum...kv pall k

Vinsælar færslur af þessu bloggi