..::Nýr bíll og fl skúbb::..
Já það er alltaf eitthvað að gerast hjá okkur en ég er ekki mjög duglegur að uppfræða ykkur um það sem er í gangi.
Fyrir viku síðan síðastliðin fimmtudag flugum við hjónin suður og sóttum nýjan bíl sem við vorum að kaupa, dillandi fínan Nissan Qashqai.
Við notuðum tækifærið og skruppum suður í Garð og heimsóttum Pabba og Mömmu og vorum þar í mat á fimmtudagskvöldinu, þar hömsuðum við í okkur þessar líka fínu Hreindýrabollur ala mamma sem smökkuðust alveg svakalega vel, á eftir var svo terta sem toppaði bollurnar ;). Við kíktum í Lindarbergið til Haddó og Gunna um kvöldið.
Föstudagsmorgun fórum við aðeins til Dóru ömmu á Vífilstöðum áður en haldið var norður yfir heiðar. Það gekk fínt norður, við stoppuðum aðeins á Þorfinnstöðum hjá Jobba, Kibbu og grislingunum í leiðinni.
Klukkan var farin að ganga ellefu á föstudagskvöld þegar við loksins komum heim.
Laugardag og Sunnudag tókum við Rúnar frá í hjólasportið og var farið vítt og breitt um fjöll og dali á hjarni og snjó.
Þriðjudaginn fór ég með Súbbann í skoðun og rann hann í gegn athugasemdalaust, svo fór hann í alþrif og bón á eftir, ég er búin að vera að velta því fyrir mér hvað ég eigi að gera við Subaru bílinn, ég tími varla að selja hann en hef ekkert við hann að gera, svo hann verður auglýstur til sölu eftir helgi.
Set einhverjar myndir inn á myndasíðuna......................

Þá er þetta komið í bili.
Bið vængjuðu fylgisveina himnaföðurins að flögra í kring um ykkur og leiðbeina um vandrataða lífsins leið ;).

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi