..::Heimferð::..
Í fréttum er þetta helst! Það er búið er af finna mann til að leysa mig af svo ég komist heim eftir túrinn, Hrafn skipstjóri á Eyborg reddaði mér og ætlað að buffa í dósina næsta túr ;).

Við erum að baksa á vesturbakkanum í dag og er það rétt að þetta lafi yfir hungurmörkum, en við vorum líka orðnir svangir. Við verðum að rembast á þessu eitthvað fram á morgun en þá tekur landstímið við.

Arnarborg dósin sem við drógum i land í maí í vor var loksins að hafast af stað, mætti á þúfuna í gær. Það gekk illa gekk að ná henni af stað enda voru legusárin á henni gróin við kajan í Bay Roberts.
Hvað um það hún hökti af stað fyrir rest með tukthúsliminn frá dubai við stjórnvölinn ;). Geystist dósina út á hattinn eins og belja sem sleppur út eftir vetrarsetu í dimmu og daunillu fjósi. En björninn var ekki unninn þótt á miðin væri komið.
Togvindurnar neituðu að vinna enda komnar í hálfgerðan dvala eftir allt stoppið.
Frostvarið vélagengið á Boggunni var búið að fara höndum um allt sem þeim datt í hug en allt kom fyrir ekki, vindurnar segja njet og þar við situr, “NJET NJET NJET”.
Þá var ekkert annað fyrir félaga Flosa að gera annað en dragast af stað í land aftur með skottið milli lappanna.
Já það ætlar ekki af Flosa karlinum að ganga, fyrst dubai og svo Arnarborg!
Þessi bjarmalandsför á Boggunni gæti samt orðið efni í aðra bók hjá honum ;).

Og þar með líkur þessu blaðri í dag.

Megi Englar Guðs veita ykkur alla þá hamingju og hlýju sem mannskepnan getur látið sig dreyma um.

<°((()>< Hörður ><()))°>

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi