..::Fugl í búri::..
Mér bárust ákaflega sorglegar fréttir í gærkvöldi. Fréttir sem voru eins og að vera slegin með blautri tusku í andlitið.
Maður verður ákaflega lítill og ósjálfbjarga þegar eitthvað bjátar á heima fyrir og maður getur ekki staðið með sínum nánustu.
Eins og lítill fugl í búri, fugl sem getur ekkert gert nema að flögra um í búrinu sínu en finnur ekki leiðina út í frelsið.
Já það fylja þessu starfi oft erfiðleikar sem venjulegt fólk gerir sér ekki svo glögga grein fyrir. Ég held að það skilji það engin nema sem sá sem reynt hefur hversu mikil einangrun sjómennskan er.

Þetta litla innlegg mitt í bloggið verður að duga í dag.

Bið Guð almáttugan að vaka yfir ykkur.

<°((()>< Hörður ><()))°>

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi