..::Heilalaus::..
Það er lítið að segja í dag og ég er alveg Heilalaus fyrir blogginu, kem ekki staf á blað, sennilega er sú litla glóra sem til var fokin veg allrar veraldar ;).

Það var þokkalegasta veður fram að hádegi í dag en þá fauk blíðan burt í særokinu. Trolldruslan andvarpaði og var hvíldinni á dekkinu fegin. Rækjutroll verða yfirleitt ekki eldri en tveggja ára, svo að ef maðurinn lifir að jafnaði áttatíu ár þá ætti trolldruslan okkar að vera um það bil fjögurhundruð og áttatíu ára umreiknað yfir í mannsár ,) og miðað við þá staðreynd þá þarf engin að vera hissa á að druslan andvarpi að loknu dagsverki ;).

Annars er ekkert í fréttum héðan, túrinn styttist smá saman og er maður farin að sjá fyrir endann á að fyrri hálfleik úthaldsins, en það eru eitthvað um níu dagar eftir af þessum túr.

Þetta verður að duga ykkur í dag.

Bið Guð almáttugan að vaka yfir ykkur. Munið eftir að vera þæg og góð við allt og alla, líka ljótu og leiðinlegu hrekkjusvínin ;). Öll erum við jöfn fyrir Guði og engin er merkilegri en annar, því miður þarf að minna suma á þá staðreynd. En það þurfti ekki að minna okkur á það, eða hvað? Gangið á guðsvegum.......................

<º))))><.•´¯`•. Hörður .•´¯`•.><((((º>

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi