..::Drauma þrifsveitin::..
Þessari eilífðarlöndun okkar lauk loksins í gærkvöldi, mikið agalega var ég fegin að losna úr þeirri endaleysu hehe.
Og þegar við loksins vorum lausir var brunað á fullu gasi norður til Nouadhibou, við komum þangað um eittleitið í dag og þar settum við blámennina í land, þeir fá smá frí núna en við þurfum að skreppa aðeins norður á Kanarí og láta kíkja aðeins á rafmagnsframleiðslubúnaðinn :(, vonandi ekkert stórmál en þarf samt að vera í lagi.

Í gærkvöldi bauð Gummi upp á tónleika, það var Máritaníufrumsýning á Sálinni hans Jóns míns og Gospelkórnum, ég hef aldrei þolað Stebba Hilmars en Gospelgengið var ágætt og hélt þessu upp að mínu mati.
Megi Guð vera sálu minni náðugur vegna þessara neikvæðu hugsana í garð Stefáns sem eftir allt er sjálfsagt ágætisdrengur þótt ég hafi aldrei þolað hann hehe.

Um þrjúleitið í dag var svo ekki lengur til setunnar boðið og við höluðum upp krókinn og héldum áfram ferðalagi okkar til Kanaríeyja.
Dagurinn hefur svo að mestu leiti farið í þrif þrif og aftur þrif, en það hefur ekki verið einleikinn sandausturinn sem gengið hefur yfir okkur undanfarið og veslings bátsmaðurinn okkar hefur anganvegin haft undan að skola burt þessum hvimleiða óþverra.
Hann gat samt tekið gleði sína aftur í dag þegar hann fékk þennan kærkominn liðsauka í þrifin.

Mynd dagsins er sótt í hugsanir bátsmannsins, þetta voru hans villtustu draumar um þrifasveit sem hann hefði yfirumsjón með, illu heilli rættist þetta ekki.

Jahahahá þetta verður ekki lengra í dag.
Bið alla drottins engla að vaka yfir ykkur, passa ykkur og vermda fyrir öllu slæmu og vondu.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi