..::Rok og rigning::..
Ekki átti ég nú von á því að lenda í Íslensku haustveðri hérna á Kanaríeyjum en það er því miður staðreynd sem ég verð að sætta mig við.
Hávaðarok og ausandi rigning er veðurlýsing sem passar þessum drottins degi, ekki hundi út sigandi þó veslings flækingshundarnir okkar þurfi að vera úti í þessu skítviðri. Þeir voru blautir og ræfilslegir verslingarnir þegar ég færði þeim afgangana í dag, hvolpræfilinn titraði og skalf eins og hrísla og það passar ágætlega að segja að greyið hafi verið hundblautur.

Ekki fór rafalinn upp í dag en í kvöld var samt allt að verða klárt fyrir hífingu svo að vonandi fer hann upp á morgun og hinn niður.

Við skruppum aðeins í bæinn í kvöld, kíktum aðeins heim til Reynis og litum á kisa og fórum svo út að borða á einhverjum Frönskum veitingastað, þar lá eitt stykki piparsteik og súkkulaðikaka á eftir. Við röltum svo aðeins um á eftir en það var hvergi neitt fólk, flestir hafa vit á að halda sig inni í svona skítviðri.

Mynd dagsins er tekin í roki og rigningu þegar einhver fraktarinn er aðstoðaður upp að bryggju í fylgd tveggja dráttarbáta.

Þetta verður að duga í dag.
Bið og vona að þið hafið það sem best.......

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Gott að hann kláraði rigninguna áður en Guðný kom,her rignir líka.Haddó og Gunni kíktu aðeins í heimsókn með Hauk,hann talar meir og meir með hverjum degi og er mikið sjarmatröll. kær kveðja M og P

Vinsælar færslur af þessu bloggi